Innlent

Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier

Kristján Már Unnarsson skrifar
Flugfreyjurnar Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens í Dornier-vélinni fyrir brottför síðdegis. Þær voru tvær í þessari fyrstu áætlunarferð en jafnan verður ein flugfreyja um borð í þessari 32 sæta vél.
Flugfreyjurnar Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens í Dornier-vélinni fyrir brottför síðdegis. Þær voru tvær í þessari fyrstu áætlunarferð en jafnan verður ein flugfreyja um borð í þessari 32 sæta vél. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis nú síðdegis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug, en hálft ár tók að skrá vélina hérlendis. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugfreyjur voru um borð í vél félagsins. Rætt var við þær og myndir sýndar af fyrsta flugtakinu í fréttum Stöðvar 2.
 

Dornier-skrúfuþotan skömmu fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Ernir fékk Dornier-skrúfuþotuna til landsins í lok maímánaðar og stefndi að því að taka hana í notkun í júní. Því fylgdi hins vegar afar flókin pappísvinna að skrá vélina, eins og heyra má í viðtali við eigendur Ernis, hjónin Hörð Guðmundsson og Jónínu Guðmundsdóttur.

Eigendur Flugfélagsins Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Fyrstu flugfreyjur Ernis heita Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens. Unnur var áður í millilandaflugi hjá Icelandair og Ásbjörg hjá Wow-air. Þær þekkja vélina vel eftir þjálfun í Þýskalandi í sumar og segja mjög spennandi að færa sig yfir í innanlandsflugið og taka þátt í þessu verkefni með Erni.

Dornier-skrúfuþotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Flugstjóri í þessari fyrstu áætlunarferð var Þráinn Hafsteinsson en áfangastaðurinn var Húsavík. Flugtíminn þangað var áætlaður um 35 mínútur, tíu til tólf mínútum styttri en á eldri Jetstream-vélum félagsins. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2: 


Tengdar fréttir

Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu

Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.