Þakkar stuðning þvert á flokkana Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. desember 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er upptekin í Osló við fullveldishátíðarhöld. Fréttablaðið/Anton Brink „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eftir áhrifaríkt viðtal í Kastljósi í gær þar sem hún sagði þingmenn Miðflokksins, sem höfðu uppi gróf ummæli í hennar garð á bar í síðustu viku, vera ofbeldismenn sem ættu ekki að hafa dagskrárvald í landinu. „Ég verð þó að nefna að ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félögum mínum í þinginu, úr flestum flokkum, og er þakklát fyrir þann stuðning,“ útskýrir Lilja. Hún segir ummæli þingmanna Miðflokksins sér bæði persónuleg og fagleg vonbrigði. „Við Sigmundur höfum verið persónulegir vinir í gegnum tíðina og unnið náið saman. Auðvitað er sárt að heyra vini manns og samstarfsmenn tala með þessum hætti. En ummælin dæma sig sjálf. Ég upplifði þetta sem ofbeldi í minn garð og á enn eftir að sjá raunverulega iðrun frá þeim sem í hlut áttu.“Sjá einnig: Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Aðspurð um framhaldið, hvernig samstarfið muni ganga fyrir sig héðan í frá segir Lilja að allt sé óráðið. „Ég ætla mér allavega að halda áfram að vinna mína vinnu, í þágu fólksins í landinu.“ Ljóst er að margir sátu límdir við skjáinn yfir viðtalinu og viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa að því loknu. „Tilfinningaríkur nagli. Það er eitursterk blanda,“ sagði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra á Facebook. „Menntamálaráðherra með lexíu dagsins í góðu viðtali,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þú talar fyrir hönd allra kvenna og alls siðaðs fólks í þessu viðtali! “ sagði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
„Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eftir áhrifaríkt viðtal í Kastljósi í gær þar sem hún sagði þingmenn Miðflokksins, sem höfðu uppi gróf ummæli í hennar garð á bar í síðustu viku, vera ofbeldismenn sem ættu ekki að hafa dagskrárvald í landinu. „Ég verð þó að nefna að ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félögum mínum í þinginu, úr flestum flokkum, og er þakklát fyrir þann stuðning,“ útskýrir Lilja. Hún segir ummæli þingmanna Miðflokksins sér bæði persónuleg og fagleg vonbrigði. „Við Sigmundur höfum verið persónulegir vinir í gegnum tíðina og unnið náið saman. Auðvitað er sárt að heyra vini manns og samstarfsmenn tala með þessum hætti. En ummælin dæma sig sjálf. Ég upplifði þetta sem ofbeldi í minn garð og á enn eftir að sjá raunverulega iðrun frá þeim sem í hlut áttu.“Sjá einnig: Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Aðspurð um framhaldið, hvernig samstarfið muni ganga fyrir sig héðan í frá segir Lilja að allt sé óráðið. „Ég ætla mér allavega að halda áfram að vinna mína vinnu, í þágu fólksins í landinu.“ Ljóst er að margir sátu límdir við skjáinn yfir viðtalinu og viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa að því loknu. „Tilfinningaríkur nagli. Það er eitursterk blanda,“ sagði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra á Facebook. „Menntamálaráðherra með lexíu dagsins í góðu viðtali,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þú talar fyrir hönd allra kvenna og alls siðaðs fólks í þessu viðtali! “ sagði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48