Innlent

47 prósent styðja stjórnina

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Ráðherrarnir að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum á dögunum en þar var árs afmæli ríkisstjórnarinnar fagnað.
Ráðherrarnir að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum á dögunum en þar var árs afmæli ríkisstjórnarinnar fagnað. Vísir/Vilhelm
Tæplega 47 prósent þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Zenter 3. til 4. desember.

Stuðningur er mestur meðal þeirra sem eru 65 ára og eldri eða 55 prósent. Um 47 prósent karla styðja stjórnina og 46 prósent kvenna. Litlu sem engu munar í stuðningi milli íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.

Tæp 93 prósent  kjósenda Sjálfstæðisflokks styðja stjórnina en um 83 prósent kjósenda VG og Framsóknar . Minnstur er stuðningur meðal kjósenda Pírata, 5,6 prósent.  Hringt var í 2.300 manns vegna könnunarinnar og 1.260 svöruðu henni eða 55 prósent


Tengdar fréttir

Fylgistap skiljanleg viðbrögð

Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni.

Miðflokkurinn næði ekki manni inn

Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.