Innlent

Nýtt pósthús opnað á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Elín Höskuldsdóttir, forstöðumaður Íslandspósts á Selfossi færði Sigurgeiri Snorra blómvönd klukkan níu í morgun því hann var fyrsti viðskiptavinur nýja pósthússins.
Elín Höskuldsdóttir, forstöðumaður Íslandspósts á Selfossi færði Sigurgeiri Snorra blómvönd klukkan níu í morgun því hann var fyrsti viðskiptavinur nýja pósthússins. Magnús Hlynur

Íslandspóstur opnaði nýtt pósthús á Selfossi í morgun við Larsenstræti 1. Fyrsti viðskiptavinurinn, Sigurgeir Snorri Gunnarsson sem býr í Hveragerði var leystur út með blómvendi.

Nýja pósthúsið er á einni hæð og stærð þess er rúmir 650 fermetrar. Verktakafyrirtækið Vörðufell á Selfossi sá um byggingu hússins sem kostaði tæplega þrjú hundruð milljónir króna. Húsið var byggt á einu ári.

Hjá Íslandspósti á Selfossi starfa fjörutíu og þrír starfsmenn með öllum póstafgreiðslum í Árnessýslu.

Bylting er á aðstöðu starfsmanna Íslandspósts með nýja húsinu en fyrra húsnæði var mjög þröngt og óhentugt fyrir starfsemina. Magnús Hlynur

Viðskiptavinum pósthússins verður boðið upp á kaffi og veitingar í dag en formlega vígsla fer fram kl. 17:00 að viðstöddum Sigurður Inga Jóhannssyni, ráðherra og Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts svo einhverjir séu nefndir.

Gestum og gangandi er boðið að koma og skoða nýja pósthúsið á Selfossi í dag og þiggja veitingar. Magnús Hlynur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.