Lífið

Blac Chyna á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Blac Chyna á landinu.
Blac Chyna á landinu.

Bandaríska athafnakonan og fyrirsætan Blac Chyna er stödd hér á landi og gistir hún í einni af lúxussvítum Bláa Lónsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni Nútíminn.

Chyna birtir mynd af sér hér á landi á Instagram.

Aðdáendur þáttanna Keeping Up with the Kardashians ættu að kannast vel við Chyna en hún var í sambandi með Rob Kardashian en saman eiga þau Dream Renée Kardashian sem fæddist 10. nóvember 2016.

Um 15 milljónir fylgja Chyna á Instagram.

Nýja hóteli við Bláa lónið ber nafnið The Retreat – Blue Lagoon. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilsulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.

View this post on Instagram

Iceland

A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.