Innlent

Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms

Sighvatur Jónsson skrifar
Búast má við að bótauppphæðir Hugins og Ísfélagsins hækki ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018.
Búast má við að bótauppphæðir Hugins og Ísfélagsins hækki ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018. Fréttablaðið/GVA
Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á afllaheimildum á makríl frá 2011 til 2014. Hann segir að tjón félagsins megi tvöfalda ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018.

Dómur Hæstaréttar snýr sýknudómi héraðsdóms frá því í maí. Niðurstaða hæstaréttardómsins í gær er að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna fjártjóns útgerðarfélaganna Hugins og Ísfélags Vestmannaeyja vegna úthlutunar makrílkvóta fyrir fiskveiðiárin 2011 til 2014.

Félögin fengu úthlutað minni aflaheimildum en lög gera ráð fyrir vegna reglugerða þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóns Bjarnasonar.

Ráðherra braut lög

„Þeir brutu lög, ráðherra braut lög, það er ekkert flóknara en það. Við áttum að fá þessu úthlutað samkvæmt lögum en ekki samkvæmt einhverjum geðþótta,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Hugsins.

Ef ríkið leitar ekki sátta þurfa útgerðirnar að höfða sérstakt skaðabótamál til að fá tjónið bætt.

Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja segir dóminn snúast um fortíð og framtíð. Vísar hann til þess að leiðrétting á aflaheimildum í makríl fyrir tímabilið frá 2011 til 2014 hafi áhrif á núverandi aflaheimildir.

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte mat hagnaðarmissi félaganna samtals á rúmar 2,6 milljarða króna, tjón Ísfélagsins var metið 2,3 milljarðar og Hugins 360 milljónir. Búast má við að þær uppphæðir hækki þegar gert er upp til ársins 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×