Allar tillögur stjórnarandstöðu felldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:30 Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23