Telur Reykjavíkurborg gefa ranga mynd af stöðu leikskólanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira