Innlent

5,6 milljónum skipt á milli umsækjenda um alþjóðlega vernd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Fréttablaðið/Ernir

Ríkisstjórnin mun verja 5,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu í desemberuppbót til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er greint frá á vef Stjórnarráðsins.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi hafa undanfarin ár fengið viðbótargreiðslu í desember. 618 umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú í þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögunum Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ, þar af 138 börn.

Upphæðin var 4,6 milljónir króna í fyrra en þá voru umsækjendur færri eða 518.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.