Lífið

Vann gull í sykurgerðarlist

Atli Ísleifsson skrifar
Denis Shramko og Eiliza Reid forsetafrú í Lúxemborg.
Denis Shramko og Eiliza Reid forsetafrú í Lúxemborg. Mynd/kokalandsliðið

Fyrsta gull íslenska kokkalandsliðsins á heimsmeistarakeppninni í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg um helgina kom í hús í gær. Denis Shramko vann þar til gullverðlauna í sykurgerðarlist.

Á Facebook-síðu kokkalandsliðsins kemur fram að móðir Denis, Maria Shramko, sé landsliðskokkur til margra ára þannig að Denis eigi ekki langt að sækja fagmennskuna.

Íslenska landsliðið hafnaði samtals í fimmta sæti á síðasta heimsmeistaramóti sem haldið var fyrir fjórum árum.

Verndari landsliðiðsins er Eliza Reid forsetafrú sem fylgir landsliðinu eftir í Lúxemborg um helgina.

Á síðu landsliðsins segir að það vinni með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð er mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og skyr verða í aðalhlutverkum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.