Skipasali dró sér aflahlutdeild í eigu fyrrverandi tengdaföður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Fréttablaðið/GVA Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Refsingin er bundin skilorði sökum þess hve langan tíma saksókn þess tók. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að maðurinn dró sér í fjórum tilvikum krókaaflahlutdeild í þorski sem var í eigu útgerðar sem fyrrverandi tengdafaðir hans átti. Ákærði hafði umsýslu með kvótanum. Aflamarkið seldi hann án heimildar fyrir rúmlega 28 milljónir króna. Stærstur hluti ávinningsins rann inn á reikning fyrirtækis mannsins en hluti á persónulegan bankareikning hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang leigt krókaaflamark, fyrir rúmlega milljón krónur, án heimildar og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014. Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Aðalmeðferð málsins fór fram í mars síðastliðnum en ekki var kveðinn upp dómur áður en sumarleyfi dómara hófst. Var málið endurflutt í október. Í niðurstöðu dómsins segir að ásetningur skipasalans hafi verið einbeittur og brot hans stórfelld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rannsókn í nóvember. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refsingin bundin skilorði. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmlega 3,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Refsingin er bundin skilorði sökum þess hve langan tíma saksókn þess tók. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að maðurinn dró sér í fjórum tilvikum krókaaflahlutdeild í þorski sem var í eigu útgerðar sem fyrrverandi tengdafaðir hans átti. Ákærði hafði umsýslu með kvótanum. Aflamarkið seldi hann án heimildar fyrir rúmlega 28 milljónir króna. Stærstur hluti ávinningsins rann inn á reikning fyrirtækis mannsins en hluti á persónulegan bankareikning hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang leigt krókaaflamark, fyrir rúmlega milljón krónur, án heimildar og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014. Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Aðalmeðferð málsins fór fram í mars síðastliðnum en ekki var kveðinn upp dómur áður en sumarleyfi dómara hófst. Var málið endurflutt í október. Í niðurstöðu dómsins segir að ásetningur skipasalans hafi verið einbeittur og brot hans stórfelld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rannsókn í nóvember. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refsingin bundin skilorði. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmlega 3,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent