Skortur á eftirliti með eineltismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 23:25 Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32
Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45