Skortur á eftirliti með eineltismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 23:25 Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32
Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45