Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 15:22 Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde en Gunnar skipaði þá Geir og Árna sendiherra þegar hann var utanríkisráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins, telur sig geta orðið góðan sendiherra og telur ekki fráleitt að hann geti orðið sendiherra með tíð og tíma. „Engan veginn,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins í viðtali fréttastofu spurður um hvort hann og þau sem svölluðu á Klaustur bar 20. nóvember, þurfi ekki að íhuga stöðu sína. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að samfélagið logi vegna upptakna sem gerðar voru á barnum, hvar sex þingmenn Miðflokksins og tveir úr Flokki fólksins komu saman og höfðu uppi harkalega palladóma um samþingmenn sína.Hefur beðið Bjarna afsökunar á þvælu sinni og lygi Gunnar Bragi var jafnframt spurður, sem fyrrverandi utanríkisráðherra, út í ummæli þau sem þar hafa komið fram varðandi skipan sendiherra, þeirra Árna Sigurðssonar í Helsinki og Geirs H. Haarde í Washington; að skipan Árna hafi verið hugsuð til að draga athyglina frá skipan Geirs. Og það tókst, að mati Gunnars Braga: „Hann [Árni] fékk á sig allan skítinn.“ Í viðtalinu er það nefnt að í utanríkisþjónustunni ríki ákveðnar hefðir um það hvernig staðið er að skipan sendiherra. „Ég er búinn að biðja formann Sjálfstæðisflokksins afsökunar á þessari vitleysu í mér, þvælu og lygi, sem ég hafði þar uppi. Það eina sem rétt er í þessu er að ég taldi, svo sagt sé alveg satt og rétt frá því, skynsamlegt að skipa þá báða á sama tíma.Klippa: Gunnar Bragi segist frambærilegur kostur til sendiherra Því ég vissi að þetta yrði mjög umdeilt að skipa Geir sem sendiherra. Hins vegar var búið að liggja lengi fyrir að Árni hafði mikinn áhuga á þessu, hann er mjög hæfur í þetta. En ég hins vegar stillti þessu upp með þessum hætti. Og ber algjörlega ábyrgð á því. Og taldi einfaldlega best að gera það. Hvort það var rétt, menn verða bara að meta það.“Hefði viljað skipa marga aðra stjórnmálamennÞegar þú varst að meta það, snérist það þá ekki fyrst og fremst um verðleika mannanna?„Jú, báðir menn hafa að sjálfsögðu fulla verðleika. Og það eru aðrir stjórnmálamenn sem ég hefði gjarnan viljað skipa sendiherra sem eiga fullan, jahhh, hafa fullt til þess að bera. Ég hefði viljað sjá Össur Skarphéðinsson taka að sér verkefni fyrir utanríkisþjónustuna. Hvort sem það væri sendiherra fyrir Norðurslóð eða eitthvað annað. Það býr rosaleg þekking í þessu fólki og það er algjörlega galið að tala þannig að fyrrverandi þingmenn eða ráðherrar eigi ekki að vera sendiherrar.“Lítur þú þannig á að þú eigir það inni hjá Sjálfstæðisflokknum ef hann er í stöðu til að skipa sendiherra, að þú fáir sendiherrastöðu í náinni framtíð eða síðar? „Ég á ekkert inni hjá Sjálfstæðisflokknum. Frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn á eitthvað inni hjá mér. En, ég held hins vegar að ég gæti vel staðið undir slíku starfi.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins, telur sig geta orðið góðan sendiherra og telur ekki fráleitt að hann geti orðið sendiherra með tíð og tíma. „Engan veginn,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins í viðtali fréttastofu spurður um hvort hann og þau sem svölluðu á Klaustur bar 20. nóvember, þurfi ekki að íhuga stöðu sína. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að samfélagið logi vegna upptakna sem gerðar voru á barnum, hvar sex þingmenn Miðflokksins og tveir úr Flokki fólksins komu saman og höfðu uppi harkalega palladóma um samþingmenn sína.Hefur beðið Bjarna afsökunar á þvælu sinni og lygi Gunnar Bragi var jafnframt spurður, sem fyrrverandi utanríkisráðherra, út í ummæli þau sem þar hafa komið fram varðandi skipan sendiherra, þeirra Árna Sigurðssonar í Helsinki og Geirs H. Haarde í Washington; að skipan Árna hafi verið hugsuð til að draga athyglina frá skipan Geirs. Og það tókst, að mati Gunnars Braga: „Hann [Árni] fékk á sig allan skítinn.“ Í viðtalinu er það nefnt að í utanríkisþjónustunni ríki ákveðnar hefðir um það hvernig staðið er að skipan sendiherra. „Ég er búinn að biðja formann Sjálfstæðisflokksins afsökunar á þessari vitleysu í mér, þvælu og lygi, sem ég hafði þar uppi. Það eina sem rétt er í þessu er að ég taldi, svo sagt sé alveg satt og rétt frá því, skynsamlegt að skipa þá báða á sama tíma.Klippa: Gunnar Bragi segist frambærilegur kostur til sendiherra Því ég vissi að þetta yrði mjög umdeilt að skipa Geir sem sendiherra. Hins vegar var búið að liggja lengi fyrir að Árni hafði mikinn áhuga á þessu, hann er mjög hæfur í þetta. En ég hins vegar stillti þessu upp með þessum hætti. Og ber algjörlega ábyrgð á því. Og taldi einfaldlega best að gera það. Hvort það var rétt, menn verða bara að meta það.“Hefði viljað skipa marga aðra stjórnmálamennÞegar þú varst að meta það, snérist það þá ekki fyrst og fremst um verðleika mannanna?„Jú, báðir menn hafa að sjálfsögðu fulla verðleika. Og það eru aðrir stjórnmálamenn sem ég hefði gjarnan viljað skipa sendiherra sem eiga fullan, jahhh, hafa fullt til þess að bera. Ég hefði viljað sjá Össur Skarphéðinsson taka að sér verkefni fyrir utanríkisþjónustuna. Hvort sem það væri sendiherra fyrir Norðurslóð eða eitthvað annað. Það býr rosaleg þekking í þessu fólki og það er algjörlega galið að tala þannig að fyrrverandi þingmenn eða ráðherrar eigi ekki að vera sendiherrar.“Lítur þú þannig á að þú eigir það inni hjá Sjálfstæðisflokknum ef hann er í stöðu til að skipa sendiherra, að þú fáir sendiherrastöðu í náinni framtíð eða síðar? „Ég á ekkert inni hjá Sjálfstæðisflokknum. Frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn á eitthvað inni hjá mér. En, ég held hins vegar að ég gæti vel staðið undir slíku starfi.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40