Skammdegisþunglyndi tengt við erfðir Gunnþórunn Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Fréttablaðið/GVA Árstíðabundið þunglyndi (e. seasonal affective disorder) er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, árstíðabundið afbrigði þunglyndis. Sú mynd árstíðabundins þunglyndis sem einna helst þekkist hér á landi gerir venjulega vart við sig síðla hausts eða snemma um veturinn, hopar með vori og kallast skammdegisþunglyndi. Það er ekki talið sérstakur geðsjúkdómur heldur afbrigði þunglyndis. Að því er kemur fram á vef geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna eru þekkt einkenni yfir veturinn meðal annars orkuleysi, ofát og ofsyfja. Öllu minna þekkt hér á landi er svokallað sumarþunglyndi, sem einnig telst til árstíðabundins þunglyndis, og lýsir það sér meðal annars í svefnleysi, lítilli matarlyst, kvíða og eirðarleysi. Rannsókn sem geðheilbrigðisstofnunin vísar til í umfjöllun sinni hefur sýnt fram á að fjórfalt fleiri konur greinast með árstíðabundið þunglyndi en karlmenn. Þá sé maður einnig líklegri til þess að þjást af árstíðabundnu þunglyndi þeim mun fjær miðbaug sem maður býr. Sama rannsókn, sem Sherri Melrose, prófessor við Athabasca-háskóla í Kanada, gerði, sýndi einnig fram á að eitt prósent Flórídabúa þjáðist af árstíðabundnu þunglyndi en níu prósent Alaskabúa. Skoðanakönnun Weather Channel og YouGov frá árinu 2014 sýndi svo fram á að 29 prósent Breta teldu sig þjást af einhvers konar skammdegisþunglyndi. Breska heilbrigðisstofnunin segir á vef sínum að orsakir árstíðabundins þunglyndis séu einna helst þrjár. Í fyrsta lagi offramleiðsla svefnhormónsins melatóníns, í öðru lagi of lítil framleiðsla hormónsins serótóníns, til að mynda vegna sólarleysis, og svo í þriðja lagi vanstilling líkamsklukkunnar vegna skammdegisins. Sálfræðivefritið PsyPost sagði í janúar frá víðtækri erfðamengisrannsókn (e. GWAS) á árstíðabundnu þunglyndi sem prófessor James Bennett Potash við Johns Hopkins-háskóla stýrði. Rannsakendur skoðuðu tilfelli 1.380 Bandaríkjamanna með árstíðabundið þunglyndi og 2.937 Bandaríkjamanna án þess og náðu að afmarka gen sem gæti tengst aukinni hættu á því að þróa með sér árstíðabundið þunglyndi. „Við vitum að tilhneiging til þunglyndis sem versnar eftir því sem dagurinn styttist á rætur sínar að rekja að hluta til erfða fólks. Það sem okkar rannsókn sýnir fram á er að það séu vísbendingar um eitt gen sem gæti útskýrt þessa tilhneigingu. Genið kallast ZBTB20 og inniheldur upplýsingar um framleiðslu prótíns sem, að minnsta kosti á meðal músa, snýr að líkamsklukkunni og breytingu hegðunar vegna styttingar dagsins,“ hafði PsyPost eftir Potash. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Árstíðabundið þunglyndi (e. seasonal affective disorder) er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, árstíðabundið afbrigði þunglyndis. Sú mynd árstíðabundins þunglyndis sem einna helst þekkist hér á landi gerir venjulega vart við sig síðla hausts eða snemma um veturinn, hopar með vori og kallast skammdegisþunglyndi. Það er ekki talið sérstakur geðsjúkdómur heldur afbrigði þunglyndis. Að því er kemur fram á vef geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna eru þekkt einkenni yfir veturinn meðal annars orkuleysi, ofát og ofsyfja. Öllu minna þekkt hér á landi er svokallað sumarþunglyndi, sem einnig telst til árstíðabundins þunglyndis, og lýsir það sér meðal annars í svefnleysi, lítilli matarlyst, kvíða og eirðarleysi. Rannsókn sem geðheilbrigðisstofnunin vísar til í umfjöllun sinni hefur sýnt fram á að fjórfalt fleiri konur greinast með árstíðabundið þunglyndi en karlmenn. Þá sé maður einnig líklegri til þess að þjást af árstíðabundnu þunglyndi þeim mun fjær miðbaug sem maður býr. Sama rannsókn, sem Sherri Melrose, prófessor við Athabasca-háskóla í Kanada, gerði, sýndi einnig fram á að eitt prósent Flórídabúa þjáðist af árstíðabundnu þunglyndi en níu prósent Alaskabúa. Skoðanakönnun Weather Channel og YouGov frá árinu 2014 sýndi svo fram á að 29 prósent Breta teldu sig þjást af einhvers konar skammdegisþunglyndi. Breska heilbrigðisstofnunin segir á vef sínum að orsakir árstíðabundins þunglyndis séu einna helst þrjár. Í fyrsta lagi offramleiðsla svefnhormónsins melatóníns, í öðru lagi of lítil framleiðsla hormónsins serótóníns, til að mynda vegna sólarleysis, og svo í þriðja lagi vanstilling líkamsklukkunnar vegna skammdegisins. Sálfræðivefritið PsyPost sagði í janúar frá víðtækri erfðamengisrannsókn (e. GWAS) á árstíðabundnu þunglyndi sem prófessor James Bennett Potash við Johns Hopkins-háskóla stýrði. Rannsakendur skoðuðu tilfelli 1.380 Bandaríkjamanna með árstíðabundið þunglyndi og 2.937 Bandaríkjamanna án þess og náðu að afmarka gen sem gæti tengst aukinni hættu á því að þróa með sér árstíðabundið þunglyndi. „Við vitum að tilhneiging til þunglyndis sem versnar eftir því sem dagurinn styttist á rætur sínar að rekja að hluta til erfða fólks. Það sem okkar rannsókn sýnir fram á er að það séu vísbendingar um eitt gen sem gæti útskýrt þessa tilhneigingu. Genið kallast ZBTB20 og inniheldur upplýsingar um framleiðslu prótíns sem, að minnsta kosti á meðal músa, snýr að líkamsklukkunni og breytingu hegðunar vegna styttingar dagsins,“ hafði PsyPost eftir Potash.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira