Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2018 16:26 Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt til að stela tölvum úr gagnaveri. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í Bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Enginn sakborninganna var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Frávísunarkrafan var lögð fram við fyrirtöku málsins í síðustu viku. Þar sögðu fjórir verjendur að þeir hefðu fengið takmarkaðan aðgang að gögnum málsins. Verjendur tveggja, þeirra Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst í gæsluvarðhaldi, sögðu að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Fráleitt væri að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Aðalmeðferð málsins er fyrirhuguð þann 3. desember. Lögmenn sakborninanna fimm sem kröfðust frávísunar hafa þrjá sólarhringa til að kæra úrskurðinn til Landsréttar, hugnist þeim það. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í Bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Enginn sakborninganna var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Frávísunarkrafan var lögð fram við fyrirtöku málsins í síðustu viku. Þar sögðu fjórir verjendur að þeir hefðu fengið takmarkaðan aðgang að gögnum málsins. Verjendur tveggja, þeirra Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst í gæsluvarðhaldi, sögðu að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Fráleitt væri að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Aðalmeðferð málsins er fyrirhuguð þann 3. desember. Lögmenn sakborninanna fimm sem kröfðust frávísunar hafa þrjá sólarhringa til að kæra úrskurðinn til Landsréttar, hugnist þeim það.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30