Sjómannafélag Íslands fer fram á málskostnaðartryggingu frá Heiðveigu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:38 Heiðveig María Einarsdóttir við Félagdóm í dag Vísir/Vilhelm Sjómannafélag Íslands gerði í dag þá kröfu að Heiðveig María Einarsdóttir greiði málskostnaðartryggingu vegna stefnu hennar gegn félaginu fyrir félagsdómi. Málið var þingfest síðdegis þar sem málsaðilar lögðu fram gögn en skorið verður úr um kröfu félagins á mánudag. Lögmaður Heiðveigar stefndi Sjómannafélagi Íslands eftir að félagið gerði hana brottræka úr félaginu í lok síðasta mánaðar, með ólögmætum hætti að sögn lögmannsins. Heiðveig hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og gefið út að hún hygði á framboð til stjórnar í komandi stjórnarkosningum sem hefjast 24. nóvember næstkomandi. Málið var þingfest í dag þar sem lögmaður Heiðveigar fór fram á flýtimeðferð en frestur til þess að leggja fram framboðslista í komandi stjórnarkjöri í Sjómannafélaginu rennur út á hádegi á mánudag. „Það er allt of seint að gera það núna. Lögin eru skýr með það að kosningar skulu hefjast 24. nóvember og þær gera það hvort sem það er einn listi eða tveir listar eða fleiri,“ sagði Jónas Haraldsson, lögmaður Sjómannafélags Íslands eftir þingfestinguna í dag. Lögmaður Sjómannafélags Íslands fór fram á það fyrir dómi að Heiðveigu yrði gert að leggja fram málskosnaðartryggingu vegna málaferlanna í ljósi þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám henni. Að sögn Heiðveigar er það vegna fasteignaveðkrafna frá því eftir hrun.Málið er komið töluvert lengra en þú hafði ætlað þér kannski í upphafi. Hversu langt ætlar þú með það?„Alla leið. Þetta er ekki boðlegt. Þetta er kolólöglegt að okkar mati og algjörlega fordæmalaust og engan veginn í lagi að okkar mati,“ sagði Heiðveig að lokinni þingfestingu.Sjómannafélagið leggur fram málskostnaðarkröfu á hendur þér, áttu von á því að það eigi eftir að eyðileggja málið fyrir þér„Að sjálfsögðu ekki nei. Ég er tryggð fyrir þessu og svo leyfi ég bara dómnum að úrskurða um það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Heiðveig. Dómurinn gat ekki skorið úr um kröfuna eða upphæð hennar þar sem dómur var ekki fjölskipaður og verði gert síðdegis á mánudag. „Að þetta mál sé komið þetta langt er algjörlega galið að öllu leiti,“ segir Heiðveig.Hefur þú heyrt um önnur framboð sem fyrirhugað er að leggja fram fyrir hádegi á mánudag?„Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt af lista stjórnar sem þeir hafa ekki gerst svo góðir að tilkynna fyrir félagsmönnum, þrátt fyrir að framboðsfrestur renni út á mánudag,“ segir Heiðveig. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Sjómannafélag Íslands gerði í dag þá kröfu að Heiðveig María Einarsdóttir greiði málskostnaðartryggingu vegna stefnu hennar gegn félaginu fyrir félagsdómi. Málið var þingfest síðdegis þar sem málsaðilar lögðu fram gögn en skorið verður úr um kröfu félagins á mánudag. Lögmaður Heiðveigar stefndi Sjómannafélagi Íslands eftir að félagið gerði hana brottræka úr félaginu í lok síðasta mánaðar, með ólögmætum hætti að sögn lögmannsins. Heiðveig hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og gefið út að hún hygði á framboð til stjórnar í komandi stjórnarkosningum sem hefjast 24. nóvember næstkomandi. Málið var þingfest í dag þar sem lögmaður Heiðveigar fór fram á flýtimeðferð en frestur til þess að leggja fram framboðslista í komandi stjórnarkjöri í Sjómannafélaginu rennur út á hádegi á mánudag. „Það er allt of seint að gera það núna. Lögin eru skýr með það að kosningar skulu hefjast 24. nóvember og þær gera það hvort sem það er einn listi eða tveir listar eða fleiri,“ sagði Jónas Haraldsson, lögmaður Sjómannafélags Íslands eftir þingfestinguna í dag. Lögmaður Sjómannafélags Íslands fór fram á það fyrir dómi að Heiðveigu yrði gert að leggja fram málskosnaðartryggingu vegna málaferlanna í ljósi þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám henni. Að sögn Heiðveigar er það vegna fasteignaveðkrafna frá því eftir hrun.Málið er komið töluvert lengra en þú hafði ætlað þér kannski í upphafi. Hversu langt ætlar þú með það?„Alla leið. Þetta er ekki boðlegt. Þetta er kolólöglegt að okkar mati og algjörlega fordæmalaust og engan veginn í lagi að okkar mati,“ sagði Heiðveig að lokinni þingfestingu.Sjómannafélagið leggur fram málskostnaðarkröfu á hendur þér, áttu von á því að það eigi eftir að eyðileggja málið fyrir þér„Að sjálfsögðu ekki nei. Ég er tryggð fyrir þessu og svo leyfi ég bara dómnum að úrskurða um það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Heiðveig. Dómurinn gat ekki skorið úr um kröfuna eða upphæð hennar þar sem dómur var ekki fjölskipaður og verði gert síðdegis á mánudag. „Að þetta mál sé komið þetta langt er algjörlega galið að öllu leiti,“ segir Heiðveig.Hefur þú heyrt um önnur framboð sem fyrirhugað er að leggja fram fyrir hádegi á mánudag?„Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt af lista stjórnar sem þeir hafa ekki gerst svo góðir að tilkynna fyrir félagsmönnum, þrátt fyrir að framboðsfrestur renni út á mánudag,“ segir Heiðveig.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59