BHM vill afnema ábyrgðir af eldri námslánum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 20:30 Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Skóla - og menntamál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Skóla - og menntamál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira