Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 09:55 Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Vísir/Einar Árnason Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Enn logar í glæðum á jarðhæð hússins þar sem vélaverkstæði var áður. „Við verðum þarna í allan dag,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum í dag. Eyþór vill ítreka þau fyrirmæli viðbragðsaðila að almenningur haldi sig frá vettvangi af öryggisástæðum. Svæðið í kringum vettvang eldsvoðans hefur verið girt af en lokanir munu standa yfir þangað til slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en það gæti jafnvel orðið síðdegis. Ekki er hægt að slá því föstu hvenær svæðið verður opið fyrir umferð að nýju. Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Útlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.Vísir/Einar ÁrnasonÚtlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoðans í Glugga-og hurðasmiðju SB á ellefta tímnum í gærkvöld. Slökkviliðið fékk vinnuvél með krabba á vettvang til aðstoðar við að rífa efri hæðina til að auðvelda slökkvistarf að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óljóst er um eldsupptök en rannsóknardeild og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka vettvang.Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 11:45. Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27 Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fimmtán slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Enn logar í glæðum á jarðhæð hússins þar sem vélaverkstæði var áður. „Við verðum þarna í allan dag,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum í dag. Eyþór vill ítreka þau fyrirmæli viðbragðsaðila að almenningur haldi sig frá vettvangi af öryggisástæðum. Svæðið í kringum vettvang eldsvoðans hefur verið girt af en lokanir munu standa yfir þangað til slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en það gæti jafnvel orðið síðdegis. Ekki er hægt að slá því föstu hvenær svæðið verður opið fyrir umferð að nýju. Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Útlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi.Vísir/Einar ÁrnasonÚtlit er fyrir að slökkvistarf standi yfir fram eftir degi. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoðans í Glugga-og hurðasmiðju SB á ellefta tímnum í gærkvöld. Slökkviliðið fékk vinnuvél með krabba á vettvang til aðstoðar við að rífa efri hæðina til að auðvelda slökkvistarf að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óljóst er um eldsupptök en rannsóknardeild og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsaka vettvang.Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 11:45.
Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27 Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Allt tiltækt slökkvilið á vettvangi. 16. nóvember 2018 22:27
Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04
Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15
Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins. 17. nóvember 2018 00:53