Íbúum á tjaldstæðinu í Laugardal boðinn leigusamningur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 19:00 Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira