Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2018 08:49 Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. Vísir/egill Enn hefur ekki verið hægt að ræða við fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sökum ástands. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Lögreglan var nýbúin að funda með Brunavörnum Árnessýslu þegar Oddur ræddi við Vísi í morgun. Hann segir að rætt verður við fólkið í dag. Oddur segir að fólkið sé í haldi vegna rannsóknar á brunanum. Spurður hvort að fólkið væri grunað um eitthvað vildi Oddur ekki gefa neitt upp en ítrekaði fyrri yfirlýsingar frá lögreglu þess efnis að fólkið sé í haldi vegna rannsóknar málsins og ekki hefur verið hægt að ræða við það sökum ástands. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara. Lögreglan mun því væntanlega þurfa að taka ákvörðun um það síðar í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu ef til stendur að halda því lengur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu. Lögreglan á Suðurlandi sagði fólkið í haldi vera húsráðanda og gestkomandi konu. Staðfest er að karl og kona voru á efri hæð hússins.Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og morgun. Húsið er var að mestu einangrað með spæni og hafa slökkviliðsmenn þurft að fylgjast vel með húsinu og slökkva í glæðum sem hafa logað þar í nótt. Ef ekki væri fyrir rannsókn málsins væri búið að rífa húsið. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni vegna málsins klukkan 08:50:Slökkvilið hefur nú afhent brunavettvang á Kirkjuvegi á Selfossi til lögreglu til rannsóknar. Enn eru að koma upp glæður í húsinu og því verður brunavakt áfram við vettvang. Lögregla og tæknideild eru að hefja vinnu á vettvangi en byrjað verður á því að tryggja milligólf vegna hrunhættu. Skýrslutökur af málsaðilum sem handteknir voru á vettvangi fara fram í dag. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Enn hefur ekki verið hægt að ræða við fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sökum ástands. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Lögreglan var nýbúin að funda með Brunavörnum Árnessýslu þegar Oddur ræddi við Vísi í morgun. Hann segir að rætt verður við fólkið í dag. Oddur segir að fólkið sé í haldi vegna rannsóknar á brunanum. Spurður hvort að fólkið væri grunað um eitthvað vildi Oddur ekki gefa neitt upp en ítrekaði fyrri yfirlýsingar frá lögreglu þess efnis að fólkið sé í haldi vegna rannsóknar málsins og ekki hefur verið hægt að ræða við það sökum ástands. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara. Lögreglan mun því væntanlega þurfa að taka ákvörðun um það síðar í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu ef til stendur að halda því lengur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu. Lögreglan á Suðurlandi sagði fólkið í haldi vera húsráðanda og gestkomandi konu. Staðfest er að karl og kona voru á efri hæð hússins.Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og morgun. Húsið er var að mestu einangrað með spæni og hafa slökkviliðsmenn þurft að fylgjast vel með húsinu og slökkva í glæðum sem hafa logað þar í nótt. Ef ekki væri fyrir rannsókn málsins væri búið að rífa húsið. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni vegna málsins klukkan 08:50:Slökkvilið hefur nú afhent brunavettvang á Kirkjuvegi á Selfossi til lögreglu til rannsóknar. Enn eru að koma upp glæður í húsinu og því verður brunavakt áfram við vettvang. Lögregla og tæknideild eru að hefja vinnu á vettvangi en byrjað verður á því að tryggja milligólf vegna hrunhættu. Skýrslutökur af málsaðilum sem handteknir voru á vettvangi fara fram í dag.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09