Innlent

Olíudæling að hefjast í Helguvíkurhöfn

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Fundað verður um næstu skref klukkan átta í kvöld. Áhöfn skipsins reyndi að komast um borð í dag til að sækja persónulegar eigur en fékk ekki að fara inn. Miklar varúðarráðstafanir eru á svæðinu á meðan verið er að dæla olíunni.
Fundað verður um næstu skref klukkan átta í kvöld. Áhöfn skipsins reyndi að komast um borð í dag til að sækja persónulegar eigur en fékk ekki að fara inn. Miklar varúðarráðstafanir eru á svæðinu á meðan verið er að dæla olíunni. Vísir/Jóhann K.
Olíu verður bráðum dælt úr flutningaskipinu Fjordvik sem liggur fast við hafnargarðinn í Helguvík til þess að reyna að koma í veg fyrir mögulegt umhverfisslys.

Þetta er niðurstaða fundar með viðbragðsaðilum og sérfræðingum sem lauk rétt um hálf þrjú leytið í dag.

Ólafur Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, sat fundinn en hann sagði, í samtali við fréttastofu, að á fundinum hefði verið einhugur um að hefja dælinguna sem allra fyrst. Tæplega hundrað tonn af gasolíu eru í skipinu.

Fulltrúi frá Umhverfisstofnun verður viðstaddur aðgerðirnar og verður til halds, trausts og ráðgjafar á meðan olíunni verður dælt úr skipinu.

Aðspurður segir hann að því fylgi alltaf áhætta þegar verið er að dæla olíu úr skipum en bætir við að að verkefninu komi færir sérfræðingar og mikilvægt sé að hefjast handa sem allra fyrst.

Ólafur segir að ljóst sé að björgun skipsins sjálfs taki dágóðan tíma því huga þurfi að mörgum þáttum eins og sjófærni skipsins. Nú hefur það fengist staðfest að skipið sé farið að leka og að sjór sé kominn inn í vélarrúmið. Þá er gat á skrokki skipsins.

Fundað verður um næstu skref klukkan átta í kvöld. Áhöfn skipsins reyndi að komast um borð í dag til að sækja persónulegar eigur en fékk ekki að fara inn. Miklar varúðarráðstafanir eru á svæðinu á meðan verið er að dæla olíunni.


Tengdar fréttir

Vonast til að klára landganginn fyrir hádegi

Síðdegis er von á þremur sérfræðingum hingað til lands til viðbótar við þá tvo sem fyrir eru frá hollenska fyrirtækinu Ardent sem er björgunarfyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×