Innlent

Varað við stormi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vindaspáin fyrir landið á hádegi á morgun.
Vindaspáin fyrir landið á hádegi á morgun. veðurstofa íslands

Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi sem gegnur yfir landið á morgun en gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi klukkan sex í fyrramálið. Á hádegi á morgun tekur síðan gul viðvörun gildi fyrir Vestfirði.

Á vef Veðurstofunnar segir að á Suðurlandi gangi í austan 15 til 23 með snörpum vindhviðum í fyrramálið og verði hvassast undir Eyjafjöllum. Storminum fylgir slydda og síðan rigning og hlýnandi veður en það á svo að lægja annað kvöld.

Á Suðausturlandi verður hvassast undir Öræfum og á Vestfjörðum verður hvassast norðan til.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.