Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Vísir Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir alvarlegt mál að félagið slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Orkuveitan tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum beri Orkuveitunni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutallið yfir einum. „Við högum fjármögnuninni í samræmi við það og þetta lán var einn liður í því,“ nefnir hann. Hlutfall veltufjármuna af skammtímaskuldum Orkuveitunnar, svokallað veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016 en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár 2017, þegar aðalfundur samþykkti að greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að félagið geti greitt út arð er að umrætt hlutfall sé yfir einum. Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórnarfundi Orkuveitunnar í október eftir ítarlegum upplýsingum um lánið frá Íslandsbanka. „Ég kallaði fyrr í haust eftir upplýsingum um allar lántökur Orkuveitunnar síðustu árin,“ útskýrir Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka athygli mína. Það sem vekur athygli er að lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast. Ég spurðist frekar fyrir um lánið þar sem grunur minn var sá að lánið hafi verið gagngert tekið í einhverjum flýti til þess að uppfylla arðgreiðsluskilyrði.“ Hildur segir að um sé að ræða alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún. Það liggi fyrir að félagið sé reglulega skuldsett í þeim tilgangi að hækka veltufjárhlutfall og uppfylla arðgreiðsluskilyrði. Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu greiddar niður og gjaldskrár lækkaðar. „Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni, fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðlilegra að svigrúm í rekstrinum sé fært í hendur réttilegra eigenda með gjaldskrárlækkunum. Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar og er með fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í botni, svo dæmi séu tekin, skattar sem mér þætti í báðum tilfellum rétt að lækka, og mér þætti því eðlilegt að það skattfé myndi nægja pólitíkinni vel ríflega til þess að standa hér undir grunnþjónustu,“ nefnir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira