Lífið

Fólkið á Airwaves: Fór í hringferð og er mættur á Airwaves

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Matthias er sjálfur tónlistarmaður og segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum hingað til.
Matthias er sjálfur tónlistarmaður og segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum hingað til. Vísir/Þórhildur Erla

Matthias Coeler frá Þýskalandi er á meðal þúsunda gesta á Iceland Airwaves. Matthias sat einn og var að bíða eftir vinum sínum og hlaða símann sinn þegar blaðamann bar að garði.

„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi og á Airwaves. Ég kom í síðustu viku og er búin að ferðast hringinn í kringum landið og enda ferðina í Reykjavík á tónlistarhátíðinni,“ segir Matthias. Hann á vini í Reykjavík sem mæltu með því við hann að fara á hátíðina.

Matthias er tónlistarmaður sjálfur en var ekkert búinn að kynna sér hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni í ár.

„Ég hef engar væntingar til hljómsveitanna en hingað til hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum,“ segir Matthias.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.