Lífið

Það heitasta á heimilið fyrir jólin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valla hellir sér í hönnun og liti í Íslandi í dag.
Valla hellir sér í hönnun og liti í Íslandi í dag.

Hvað er mest í tísku innanhúss í vetur? Hvaða stíll er ráðandi í stofum, eldhúsum og baðherbergjum hjá fólki í dag? Hvaða litir eru vinsælastir á veggi heimilisins? Vala Matt fór í leiðangur og spurði nokkra innanhússarkitekta og hönnuði í innslagi sem var í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. Vala byrjaði á að heimsækja innanhússarkitektinn Berglindi Berndsen.

En Berglind hefur verið einn af vinsælustu hönnuðum landsins og hún sýndi Völu dæmi um það heitasta í dag í efnisvali og nýjustu litunum fyrir þá sem vilja breyta til. Og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.

Vala fór einnig og hitti ritstjóra Húsa og híbýla Sigríði Elínu Ásmundsdóttur því hún er sannarlega með puttann á púlsinum þar sem í tímaritinu er fjallað um íslensk heimili, þróun útlits heimilanna skoðuð og við sjáum þar hvað er helst í tísku. Og einn af áhrifavöldunum í heimi innanhúss tískunnar er listakonan Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir en hún hefur verið áberandi í sjónvarpi undanfarin ár sem stílisti og stílráðgjafi.

Og þessa dagana vinnur Gulla einnig sem fasteignasali og hefur því einstakt yfirlit yfir fjölbreytt húsnæði landsmanna. Gulla er algjör sérfræðingur í litaráðgjöf sem hefur alveg slegið í gegn. Vala heimsótti Gullu og skoðaði hvernig hún hefur verið að gera tilraunir og málað flest herbergi hússins í dökkum litum og hún málaði einnig loftin í sama lit. Hér er skemmtilegt að fá hugmyndir til þess að flikka upp á heimilið fyrir Jólin.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.