Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2018 20:00 Brúin yfir Gilsfjörð stytti Vestfjarðaveg um 17 kílómetra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent