Innlent

Gul viðvörun í gildi víðast hvar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ísland í dag.
Ísland í dag. Mynd/Vedurstofan

Gul viðvörun er í gildi víðast hvar á landinu fram á kvöld en höfuðborgarsvæðið, Faxaflói og Suðurland eru einu svæðin þar sem slík viðvörun er ekki í gildi. Veðrið skánar eftir því sem líður á daginn.

Viðvörunin er í gildi til klukkan 18 í kvöld  en nú 980 mb lægð stödd úti fyrir Húnaflóa og í nótt var suðvestan hvassviðri eða stormur á landinu. Von er á rigningu og skúrum í dag auk þess sem búas má við því að það snjói á fjallvegum norðvestan- og austan til.

Veður skánar smám saman í dag þegar lægðin grynnist og fjarlægist landið. Undir kvöld verður vindur orðinn skaplegur víðast hvar, en enn má búast við skúrum eða slydduéljum vestan- og norðanlands.

Næstu nótt er von á að næsta úrkomusvæði færist yfir landið og verður það viðloðandi á morgun, en vindur nær sér þó ekki á strik.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 15-25 m/s, hvassast á Norðurlandi og hviður við fjöll þar geta orðið meira en 30 m/s. Þurrt austanlands, annars víða skúrir, en él til fjalla norðvestan- og norðantil á landinu. Dregur úr vindi í dag, fyrst um landið vestanvert. Suðvestan 8-13 í kvöld og skúrir eða slydduél á vesturhelmingi landsins. Hiti yfirleitt á bilinu 1 til 6 stig.
Vestan 5-10 m/s á morgun og rigning eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Vestan 5-10 m/s og dálítil væta, en þurrt að kalla norðanlands. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt, þurrt á landinu og hiti 0 til 5 stig. Gengur í suðaustan 8-13 með rigningu á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn og hlýnar heldur.

Á miðvikudag:
Stíf suðvestanátt með skúrum, en bjart um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Gengur í ákveðna norðanátt með snjókomu eða slyddu norðantil á landinu, en þurrt sunnanalnds. Hiti nálægt frostmarki.

Á föstudag og laugardag:
Norðlæg átt og él, einkum um landið norðanvert. Kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.