Erlent

Bandarískir ferðamenn létust í flúðasiglingu á Kosta Ríka

Sylvía Hall skrifar
Vísir/Getty
Fjórir eru látnir og eins er saknað eftir flúðasiglingaslys á Kosta Ríka. Fórnarlömbin, sem eru bandarískir ferðamenn, voru í siglingunni ásamt tíu öðrum ferðamönnum og þremur leiðsögumönnum. 

Slysið varð á Naranjito-ánni í borginni Quepos en flúðasiglingar eru gríðarlega vinsælar á meðal ferðamanna á svæðinu. 

Mikið rigningarveður hefur verið á svæðinu undanfarið sem gerir það að verkum að meiri straumur er í ánni og því mun áhættusamara en ella að sigla ánna. Daniel Calderon, lögreglustjóri á svæðinu, hefur staðfest að tíu var bjargað úr ánni eftir slysið. 

Áætlað er að leit að týnda ferðamanninum haldi áfram í dag.

Frétt BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×