Byggðu einbýli í Búðardal fyrir lóðarverð í borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2018 20:45 Húsið stendur við Ægisbraut, er 110 fermetrar að stærð auk 40 fermetra svefnlofts. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fyrsta einbýlishúsið í áratug er risið í Búðardal, innflutt bjálkahús, sem sett var saman á staðnum. Eigendur segja að kostnaður verði á milli 20 og 26 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjónin Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henrý Kristjánsson fluttu inn 13. september en fyrstu skóflustungu tóku þau 13. apríl í vor. „Föstudaginn 13. apríl! Við vorum svo djörf. Reyndar föttuðum það ekki fyrr en eftirá og krossuðum fingur,“ segir Rosemary.Þau Björn Henrý Kristjánsson og Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir fluttu inn í síðasta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er verslunarstjóri ÁTVR og starfsmaður dvalarheimilisins í Búðardal en hann bílstjóri og verktaki. Þau eru bæði aðflutt, hún úr Njarðvík en hann úr Dýrafirði. En hvernig datt þeim í hug að byggja hús í Búðardal? „Það var bara svo lítið um húsnæði hérna og okkur leið svo vel hérna, fluttum hingað fyrir fjórum árum síðan og vildum vera áfram. Eina valið var bara að byggja,“ svarar hún.Úr stofunni horfa þau út á Hvammsfjörð, - þegar búið verður að fjarlægja gáminn fyrir framan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er líka kostur við það að byggja hérna úti á landi að þú þarft ekki að borga fleiri milljónir fyrir lóð. Við kannski komum húsinu upp hérna fyrir peninga sem sumir þurfa kannski að borga fyrir lóðina í bænum. Þannig að þið í Reykjavík, þið vitið að landsbyggðin er líka til,“ segir Björn.Svefnloftið er 40 fermetrar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er bjálkahús frá Lettlandi sem þau stöfluðu upp sjálf. Þau segjast gæla við að kostnaðurinn verði á bilinu 20 til 26 milljónir, en húsið er 110 fermetrar auk 40 fermetra svefnlofts. Ekki spillir staðsetningin á sjávarlóð með útsýni yfir Hvammsfjörð, eins og þau lýsa nánar hér í frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. 17. október 2018 19:45 Segir aðgerðaleysi við lóðaúthlutanir í borginni hafa skapað mikinn vanda Framsókn og flugvallarvinir hafa sett á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag umræðu um lóðaúthlutanri í borginni á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins á lóðum fyrir fjöleignarhús með fleiri en fimm íbúðum. 20. júní 2017 14:00 Þétting byggðar ekki svarið við húsnæðisvanda ungs fólks Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. 16. febrúar 2017 11:22 Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55 Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Fyrsta einbýlishúsið í áratug er risið í Búðardal, innflutt bjálkahús, sem sett var saman á staðnum. Eigendur segja að kostnaður verði á milli 20 og 26 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjónin Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henrý Kristjánsson fluttu inn 13. september en fyrstu skóflustungu tóku þau 13. apríl í vor. „Föstudaginn 13. apríl! Við vorum svo djörf. Reyndar föttuðum það ekki fyrr en eftirá og krossuðum fingur,“ segir Rosemary.Þau Björn Henrý Kristjánsson og Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir fluttu inn í síðasta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er verslunarstjóri ÁTVR og starfsmaður dvalarheimilisins í Búðardal en hann bílstjóri og verktaki. Þau eru bæði aðflutt, hún úr Njarðvík en hann úr Dýrafirði. En hvernig datt þeim í hug að byggja hús í Búðardal? „Það var bara svo lítið um húsnæði hérna og okkur leið svo vel hérna, fluttum hingað fyrir fjórum árum síðan og vildum vera áfram. Eina valið var bara að byggja,“ svarar hún.Úr stofunni horfa þau út á Hvammsfjörð, - þegar búið verður að fjarlægja gáminn fyrir framan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er líka kostur við það að byggja hérna úti á landi að þú þarft ekki að borga fleiri milljónir fyrir lóð. Við kannski komum húsinu upp hérna fyrir peninga sem sumir þurfa kannski að borga fyrir lóðina í bænum. Þannig að þið í Reykjavík, þið vitið að landsbyggðin er líka til,“ segir Björn.Svefnloftið er 40 fermetrar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er bjálkahús frá Lettlandi sem þau stöfluðu upp sjálf. Þau segjast gæla við að kostnaðurinn verði á bilinu 20 til 26 milljónir, en húsið er 110 fermetrar auk 40 fermetra svefnlofts. Ekki spillir staðsetningin á sjávarlóð með útsýni yfir Hvammsfjörð, eins og þau lýsa nánar hér í frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. 17. október 2018 19:45 Segir aðgerðaleysi við lóðaúthlutanir í borginni hafa skapað mikinn vanda Framsókn og flugvallarvinir hafa sett á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag umræðu um lóðaúthlutanri í borginni á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins á lóðum fyrir fjöleignarhús með fleiri en fimm íbúðum. 20. júní 2017 14:00 Þétting byggðar ekki svarið við húsnæðisvanda ungs fólks Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. 16. febrúar 2017 11:22 Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55 Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. 17. október 2018 19:45
Segir aðgerðaleysi við lóðaúthlutanir í borginni hafa skapað mikinn vanda Framsókn og flugvallarvinir hafa sett á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag umræðu um lóðaúthlutanri í borginni á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins á lóðum fyrir fjöleignarhús með fleiri en fimm íbúðum. 20. júní 2017 14:00
Þétting byggðar ekki svarið við húsnæðisvanda ungs fólks Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. 16. febrúar 2017 11:22
Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55
Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. 20. október 2016 07:00