Þétting byggðar ekki svarið við húsnæðisvanda ungs fólks Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2017 11:22 Þorsteinn Víglundsson, myndin er samsett. Vísir/Stefán/Anton Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Líkt og Vísir hefur fjallað um gera áætlanir Reykjavíkurborgar ráð fyrir því að borgarbyggðin þéttist töluvert á næstu árum, til að mynda með nýjum hverfum á Ártúnshöfða og Elliðarárvogum. Í Bítinu á Bylgunni í morgun ræddi Þorsteinn stöðu mála og húsnæðismarkaði. Sagði hann að þétting byggðar væri vissulega mikilvægt en hún hefði sína ókosti, ekki síst fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. „Á sama tíma verðum við líka að átta okkur á því að þetta eru dýrustu kostirnir og þetta sjáum við alveg í verði á þessum eignum sem verið er að selja á þessum þéttingarsvæðum. Þær eru mjög dýrar og yfirleitt ekki ætlaðar þeim markhópum sem að mestu áhyggjurnar hafa verið um, ungt fólk á leiðinni inn á húsnæðismarkaðinn í fyrsta sinn,“ sagði Víglundur.Helstu hverfi Reykjavíkur sem áætlað er að rísi á næstu árum.Vísir/GarðarTöluvert hefur verið fjallað um vanda ungs fólks við að komast inn á téðan markað. Mikil eftirspurn eftir húsnæði og ónógt framboð hefur haft í för með sér mikla hækkun á fasteignamarkaði sem kemur ekki síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á markaðinn með kaupum á fyrstu eign. Var Þorsteinn spurður að því hvort að þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu ætti sinn þátt í hækkun húsnæðisverðs. „Ég ætla ekki að varpa ábyrgðinni eingöngu yfir á það en það á vissulega þátt í því að Reykjavíkurborg hefur á móti dregið verulega úr framboði á eignum á jaðarsvæðunum, til dæmis í Úlfarsárdal en það hverfi sem hafði verið skipulagt var skorið mjög niður. Það finnst mér gagnrýnivert,“ sagði Þorsteinn. Lagði hann áhersli á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sameiginlega ábyrgð á því að tryggja nægt framboð á lóðum til að mæta þeirri íbúðaþörf sem fyrirsjáanleg væri þrjú til fimm ár fram í tímann hverju sinni. „Við verðum auðvitað að horfa til hvaða möguleikar eru á svæðinu, sveitarfélögin kortleggi það sameiginlega hvaða áform þau hafi uppi og auðvitað að eitt sveitarfélag geti ekki varpað þeirri ábyrgð yfir á nágrannasveitarfélög sín að mæta þessari þörf. Við vitum að hér vantar 1500-2000 íbúðir á ári í venjuleg ári. Í dag erum við að horfa á það að það sé talsvert meiri þörf.“ Tengdar fréttir Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55 Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Líkt og Vísir hefur fjallað um gera áætlanir Reykjavíkurborgar ráð fyrir því að borgarbyggðin þéttist töluvert á næstu árum, til að mynda með nýjum hverfum á Ártúnshöfða og Elliðarárvogum. Í Bítinu á Bylgunni í morgun ræddi Þorsteinn stöðu mála og húsnæðismarkaði. Sagði hann að þétting byggðar væri vissulega mikilvægt en hún hefði sína ókosti, ekki síst fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. „Á sama tíma verðum við líka að átta okkur á því að þetta eru dýrustu kostirnir og þetta sjáum við alveg í verði á þessum eignum sem verið er að selja á þessum þéttingarsvæðum. Þær eru mjög dýrar og yfirleitt ekki ætlaðar þeim markhópum sem að mestu áhyggjurnar hafa verið um, ungt fólk á leiðinni inn á húsnæðismarkaðinn í fyrsta sinn,“ sagði Víglundur.Helstu hverfi Reykjavíkur sem áætlað er að rísi á næstu árum.Vísir/GarðarTöluvert hefur verið fjallað um vanda ungs fólks við að komast inn á téðan markað. Mikil eftirspurn eftir húsnæði og ónógt framboð hefur haft í för með sér mikla hækkun á fasteignamarkaði sem kemur ekki síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á markaðinn með kaupum á fyrstu eign. Var Þorsteinn spurður að því hvort að þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu ætti sinn þátt í hækkun húsnæðisverðs. „Ég ætla ekki að varpa ábyrgðinni eingöngu yfir á það en það á vissulega þátt í því að Reykjavíkurborg hefur á móti dregið verulega úr framboði á eignum á jaðarsvæðunum, til dæmis í Úlfarsárdal en það hverfi sem hafði verið skipulagt var skorið mjög niður. Það finnst mér gagnrýnivert,“ sagði Þorsteinn. Lagði hann áhersli á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sameiginlega ábyrgð á því að tryggja nægt framboð á lóðum til að mæta þeirri íbúðaþörf sem fyrirsjáanleg væri þrjú til fimm ár fram í tímann hverju sinni. „Við verðum auðvitað að horfa til hvaða möguleikar eru á svæðinu, sveitarfélögin kortleggi það sameiginlega hvaða áform þau hafi uppi og auðvitað að eitt sveitarfélag geti ekki varpað þeirri ábyrgð yfir á nágrannasveitarfélög sín að mæta þessari þörf. Við vitum að hér vantar 1500-2000 íbúðir á ári í venjuleg ári. Í dag erum við að horfa á það að það sé talsvert meiri þörf.“
Tengdar fréttir Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55 Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55
Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00