Lífið

Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jakob Birgisson hlýtur að vera ánægður með hrós frá Ara Eldjárn, enda er sá síðarnefndi einn þekktasti uppistandari landsins.
Jakob Birgisson hlýtur að vera ánægður með hrós frá Ara Eldjárn, enda er sá síðarnefndi einn þekktasti uppistandari landsins. Vignir Daði Valtýsson
Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. Ari jós Jakob lofi á Twitter-reikningi sínum eftir að hafa hlýtt á uppistand hins síðarnefnda og sagðist aldrei hafa séð „annað eins talent“.

Jakob er stjórnmálafræðinemi og hélt sitt fyrsta opinbera uppstand á Hard Rock Café í gær. Hann sagði frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að selst hafi upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum, og ef marka má tíst Ara hefur tekist vel til á Hard Rock.

„Sá Jakob Birgisson flytja sitt fyrsta uppistand í kvöld fyrir troðfullu húsi og get vottað að stórir hlutir voru að gerast,“ skrifar Ari.

„Annað eins talent hef ég ekki áður séð og ég öfunda þá sem eiga eftir að sjá hann í fyrsta sinn. Meistari Jakob ber nafn með rentu.“

Uppistand Jakobs er einmitt haldið undir yfirskriftinni Meistari Jakob. Sjálfur var Jakob himinlifandi eftir sýningar gærkvöldsins og þakkaði öllum sem „troðfylltu Hard Rock“ í færslu á Instagram-reikningi sínum í gær.

 
 
 
View this post on Instagram
Þakklátur fyrir alla sem troðfylltu Hard Rock Takk fyrir komuna!

A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 26, 2018 at 4:43pm PDT


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×