Orri Páll telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2018 23:26 Orri Páll Dýrason telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt en ásakanir bandarískrar listakonu, Meagan Boyd þess efnis að hann hafi nauðgað sér árið 2013 hafa vakið heimsathygli.Vísir greindi frá því frá því fyrr í kvöld að lögmaður Orra Páls hafi haft samband við ritstjóra Stundarinnar, þau Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, með það fyrir augum að stöðva fyrirhugaða umfjöllun um málið í blaði sem kemur út á morgun. Þar er rætt við Boyd auk tveggja vinkvenna hennar sem telja sig geta staðfest ásakanir hennar. Orra Páli var gefinn kostur á að bregðast við en það gerði hann með því að fá lögmann sinn til að leitast við að stöðva umfjöllunina.Lögmaður Orra Páls sérfróður um fjölmiðla Vísir ræddi við Jón Trausta nú í kvöld og hann taldi kröfuna undarlega, meðal annars í ljósi þess að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað um málið auk fjölmargra miðla erlendis. Það vekur athygli að lögmaður Orra Páls Dýrasonar er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Gunnar Ingi hefur hefur verið lögmaður blaðamanna og unnið sigra sem slíkur.Gunnar Ingi. Fáir ef nokkrir lögmenn þekkja betur stöðu blaðamanna en einmitt hann.Þannig var hann verjandi Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur sem unnu mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum,“ sagði Gunnar Ingi þá. Þá hefur Gunnar Ingi varði fleiri blaðamenn, svo sem Atla Má Gylfason í frægu máli en í tengslum við það sagði Gunnar Ingi í samtali við Vísi að „Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ítrekað staðið vörð um þann rétt blaðamanna, að taka á móti upplýsingum og miðla þeim.“Segir frásögn Boyd ekki standast Í bréfi hans, sem Vísir hefur undir höndum segir meðal annars að umbjóðandi hans, Orri Páll, telji sig geta „sýnt fram á að frásögn hennar [Meagan Boyd] geti ekki staðist. Umbj. minn vinnur að því að fá sig hreinsaðan af þessum ásökunum, en hafi í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðla.“ Í bréfinu segir jafnframt: „Með bréfi þessu er farið fram á að Útgáfufélagið Stundin ehf. birti ekki frekari umfjallanir um ásakanir konunnar í garð umbj. míns, sérstaklega meðan enn hafa engar sönnur verið færðar fyrir þeim og viðeigandi yfirvöld ekki tekið þær til skoðunar. Tilgangur umfjöllunar Stundarinnar nú getur varla verið annar en sá, að breiða frekar út hinar alvarlegu fullyrðingar og auka lestur tíaritsins á kostnað mikilvægra hagsmuna umbj. míns.“ Þá segir í bréfi Gunnars Inga að Orri Páll áskilji sér allan rétt gagnvart Stundinni ef téð umfjöllun verður birt. Frekari umfjöllun um hann sé freklegt brot á friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, ekki síst barna hans; „hann á rétt á að njóta friðar um og umfjöllun í samhengi sem hann kærir sig ekki um.“ Tengdar fréttir Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Orri Páll Dýrason telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt en ásakanir bandarískrar listakonu, Meagan Boyd þess efnis að hann hafi nauðgað sér árið 2013 hafa vakið heimsathygli.Vísir greindi frá því frá því fyrr í kvöld að lögmaður Orra Páls hafi haft samband við ritstjóra Stundarinnar, þau Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, með það fyrir augum að stöðva fyrirhugaða umfjöllun um málið í blaði sem kemur út á morgun. Þar er rætt við Boyd auk tveggja vinkvenna hennar sem telja sig geta staðfest ásakanir hennar. Orra Páli var gefinn kostur á að bregðast við en það gerði hann með því að fá lögmann sinn til að leitast við að stöðva umfjöllunina.Lögmaður Orra Páls sérfróður um fjölmiðla Vísir ræddi við Jón Trausta nú í kvöld og hann taldi kröfuna undarlega, meðal annars í ljósi þess að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað um málið auk fjölmargra miðla erlendis. Það vekur athygli að lögmaður Orra Páls Dýrasonar er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Gunnar Ingi hefur hefur verið lögmaður blaðamanna og unnið sigra sem slíkur.Gunnar Ingi. Fáir ef nokkrir lögmenn þekkja betur stöðu blaðamanna en einmitt hann.Þannig var hann verjandi Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur sem unnu mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum,“ sagði Gunnar Ingi þá. Þá hefur Gunnar Ingi varði fleiri blaðamenn, svo sem Atla Má Gylfason í frægu máli en í tengslum við það sagði Gunnar Ingi í samtali við Vísi að „Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ítrekað staðið vörð um þann rétt blaðamanna, að taka á móti upplýsingum og miðla þeim.“Segir frásögn Boyd ekki standast Í bréfi hans, sem Vísir hefur undir höndum segir meðal annars að umbjóðandi hans, Orri Páll, telji sig geta „sýnt fram á að frásögn hennar [Meagan Boyd] geti ekki staðist. Umbj. minn vinnur að því að fá sig hreinsaðan af þessum ásökunum, en hafi í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðla.“ Í bréfinu segir jafnframt: „Með bréfi þessu er farið fram á að Útgáfufélagið Stundin ehf. birti ekki frekari umfjallanir um ásakanir konunnar í garð umbj. míns, sérstaklega meðan enn hafa engar sönnur verið færðar fyrir þeim og viðeigandi yfirvöld ekki tekið þær til skoðunar. Tilgangur umfjöllunar Stundarinnar nú getur varla verið annar en sá, að breiða frekar út hinar alvarlegu fullyrðingar og auka lestur tíaritsins á kostnað mikilvægra hagsmuna umbj. míns.“ Þá segir í bréfi Gunnars Inga að Orri Páll áskilji sér allan rétt gagnvart Stundinni ef téð umfjöllun verður birt. Frekari umfjöllun um hann sé freklegt brot á friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, ekki síst barna hans; „hann á rétt á að njóta friðar um og umfjöllun í samhengi sem hann kærir sig ekki um.“
Tengdar fréttir Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55