Ásta slær í gegn í Vild med dans í Danmörku: Hætti að taka lestina út af athyglinni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2018 10:30 Ásta Björk og Simon Stenspil þykja sigurstrangleg. myndir/instagram. „Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“ Dans Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“
Dans Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“