Ásta slær í gegn í Vild med dans í Danmörku: Hætti að taka lestina út af athyglinni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2018 10:30 Ásta Björk og Simon Stenspil þykja sigurstrangleg. myndir/instagram. „Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“ Dans Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“
Dans Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira