Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2018 10:17 Vilhjálmur var kallaður til eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Hinn mjög svo umdeildi vefur tekjur.is, hvar fletta má upp launa- og fjármagnstekjum einstaklinga á Íslandi ársins 2016, hefur þegar valdið nokkrum usla. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hinn kunni lögmaður sem meðal annars hefur látið til sín taka í meiðyrðamálum, muni verja vefinn og svara fyrir hann.Vísir greindi frá því í gær að Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi í hádeginu í gær gert kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þá hefur Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM og fyrrverandi formaður Heimdallar, kært tiltækið til Persónuverndar. Á móti kemur að verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessu. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, hefur lýst því yfir að í þessum gögnum komi fram sú misskipting og það „óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað.“ Í sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sem nú er í framboði til forseta ASÍ, sem segir að í leyndinni hvíli misréttið. „Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði.“ Þannig hefur vefurinn óvænt orðið einskonar birtingarmynd skoðanaágreinings milli verkalýðshreyfingarinnar og svo þeirra sem aðhyllast frjálshyggju. Ákvörðun um að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson yrði sérlegur talsmaður tekjur.is og myndi annast lagaleg atriði var tekin eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Samkvæmt tekjur.is var Vilhjálmur með 938.458 krónur í mánaðartekjur árið 2016 en engar fjármagnstekjur.Uppfært klukkan 14 Í fyrirsögn sagði áður að Vilhjálmur væri verjandi Tekna.is. Nákvæmara er að segja að hann sé talsmaður fyrirtækisins. Viðskipti Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Hinn mjög svo umdeildi vefur tekjur.is, hvar fletta má upp launa- og fjármagnstekjum einstaklinga á Íslandi ársins 2016, hefur þegar valdið nokkrum usla. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hinn kunni lögmaður sem meðal annars hefur látið til sín taka í meiðyrðamálum, muni verja vefinn og svara fyrir hann.Vísir greindi frá því í gær að Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi í hádeginu í gær gert kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þá hefur Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM og fyrrverandi formaður Heimdallar, kært tiltækið til Persónuverndar. Á móti kemur að verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessu. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, hefur lýst því yfir að í þessum gögnum komi fram sú misskipting og það „óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað.“ Í sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sem nú er í framboði til forseta ASÍ, sem segir að í leyndinni hvíli misréttið. „Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði.“ Þannig hefur vefurinn óvænt orðið einskonar birtingarmynd skoðanaágreinings milli verkalýðshreyfingarinnar og svo þeirra sem aðhyllast frjálshyggju. Ákvörðun um að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson yrði sérlegur talsmaður tekjur.is og myndi annast lagaleg atriði var tekin eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Samkvæmt tekjur.is var Vilhjálmur með 938.458 krónur í mánaðartekjur árið 2016 en engar fjármagnstekjur.Uppfært klukkan 14 Í fyrirsögn sagði áður að Vilhjálmur væri verjandi Tekna.is. Nákvæmara er að segja að hann sé talsmaður fyrirtækisins.
Viðskipti Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03
Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30