Innlent

Vigdís krefst þess að náðhúsið verði rætt sérstaklega í borgarstjórn

Jakob Bjarnar skrifar
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins er allt annað en ánægð með það hversu mikið kostar að endurreisa bragga í Nauthólsvík.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins er allt annað en ánægð með það hversu mikið kostar að endurreisa bragga í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm
Vígdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur kallað eftir sérstakri umræðu í borgarstjórn á morgun vegna kostnaðar við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík.

Vísir hefur greint frá málinu en nú þegar nemur kostnaður vegna náðhússins eins 46 milljónum króna. Alls eru farnar um 400 milljónir í verkið og kostnaðurinn farinn úr böndunum, eða 257 milljónum fram úr áætlun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að ekki sé hægt að fullyrða um að mistök hafi verið gerð, þrátt fyrir þetta.

Vigdís birtir myndir af náðhúsinu á Facebooksíðu sinni nú síðdegis:

„Svona er nú umhorfs í "hinu svokallaða náðhúsi" við braggan í Nauthólsvík  Nú þegar eru farnar 46 milljónir í verkið - eða við skulum segja að búið er að skrifa 46 milljónir á náðhúsið!!!“

Vigdís segir alla hljóti að sjá að „hér er eitthvað sem er ekki í lagi. Bragga- og náðhúsumræða verður að minni beiðni í borgarstjórn á morgun - fylgist með. Nú þegar hefur borgin greitt út rúmar 400 milljónir í verkið allt !!!“ skrifar borgarfulltrúinn og sparar hvergi upphrópunarmerkin.


Tengdar fréttir

Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök

Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×