Lífið

Floyd Mayweather gistir í lúxus-svítu Bláa Lónsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Floyd Mayweather er lentur á Íslandi.
Floyd Mayweather er lentur á Íslandi.
Hnefaleikakappinn litríki Floyd Mayweather er lentur á Íslandi sem er fyrsti áfangastaður kappans í ferðalagi sínu um heiminn.

Hann greindi frá þessu á Instagram í gær en Mayweather er vellauðugur og er metinn á yfir 700 milljónir dollara.

Samkvæmt heimildum Nútímans gistir boxarinn í svítunni á fimm stjörnu hóteli Bláa Lónsins en nóttin þar kostar um 1,1 milljón króna.

Á síðasta ári barðist hann gegn Conor McGregor í einum stærsta bardaga sögunnar og fékk hann fyrir það um 100 milljónir dollara.

 
 
 
View this post on Instagram
Time to do what I do best...explore the world! First stop, Iceland. #BlueLagoon #AIRMAYWEATHER

A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Oct 2, 2018 at 12:21pm PDT

 
 
 
View this post on Instagram
#BlueLagoon #Iceland

A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Oct 3, 2018 at 2:23am PDT

Hér má sjá mynd af leyniherberginu sem Floyd gistir í.
Nýja hóteli við Bláa lónið ber nafnið The Retreat – Blue Lagoon og er þar leyniherbergi þar sem Floyd gistir.

Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.


Tengdar fréttir

Sjáðu 2,7 milljarða villu Floyd Mayweather

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather á 1400 fermetra einbýlishús í Beverly Hills sem kostar um 19 milljónir punda eða því sem samsvarar 2,7 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×