Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2018 11:53 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu árin hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. Fjallað var um skelfilega stöðu erlends verkafólks í Kveiki á RÚV í gær. Ljót mál „Það eru að koma um mjög ljót mál og þeim hefur fjölgað eftir því sem uppgangurinn hefur verið meiri. Flest mál koma upp í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Ég hef dæmi um að starfsfólk hefur verið sent úr landi eftir að hafa slasast í vinnu, fólk hefur verið beitt ofbeldi fyrir að hafa gert athugasemdir við vinnuveitanda, menn hafa óafvitandi verið gerðir ábyrgir fyrir skuldsetningu fyrirtækis sem þeir starfa fyrir, fólk býr í óviðeigandi húsnæði og alls kyns greiðslur eru teknar af því. Menn virðast hafa endalaust hugmyndarflug þegar kemur að því að misnota mannafl. Þolendur eru oft í erfiðri stöðu þegar þeir reyna að leita réttar síns, eru hræddir um að vera vísað úr landi eða missa vinnuna ,“ segir Drífa. Hún segir algengast að þessi mál komi upp hjá fólki sem kemur frá Austur- Evrópu og þá sé mjög stór hluti frá Rúmeníu. „Ýmsum blekkingum er beitt til að fá fólk til landsins og því lofað gulli og grænum skógum en svo stenst ekkert af því sem lofað er. Það eru líka dæmi um að fólk viti í hvaða aðstæður það er að fara en þá eru þær þannig að við teljum um brot að ræða en það er óverjandi að greiða fólki undir lágmarkslaunum. Við verjum allan vinnumarkaðinn,“ segir hún.Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmStjórnvöld geta verið ábyrg fyrir þrælahaldi Drífa segir að dæmi séu um að stjórnvöld og opinber fyrirtæki séu ábyrg fyrir brotum á starfsfólki á þennan hátt. „Það er ekki nógu mikið eftirlit á opinberum innkaupum og útboðum. Stofnanir taka oftast lægsta tilboði en kanna gjarnan ekki nægilega hvað býr að baki. Verktakafyrirtæki geta þannig verið að þrýsta launum niður fyrir lágmarkstaxta til að fá verk á vegum hins opinbera. En á endanum er það verkkaupin sem ætti að bera ábyrgð á því hvernig komið er fram við starfsfólk. Þannig geta stjórnvöld í raun verið ábyrg fyrir þrælahaldi á vinnumarkaði,“ segir hún.Engin aðgerðaráætlun Starfsgreinasambandið hefur staðið fyrir vitundarvakningu um þessi mál á undanförnum árum að sögn Drífu. Þá hefur verið lögð áhersla á að eftirlitsaðilar á vegum aðildarfélaga sambandsins séu meðvitaðir um brot gegn starfsfólki. „Þetta getur hafa haft þau áhrif að málum hefur fjölgað svo mikið á okkar borði. Þetta er eins og með dópið ef ekki er leitað af því þá finnst það ekki. Við höfum beint því til stjórnvalda að mikilvægt sé að fá aðgerðaráætlun gegn mansali og að eftirlitsstofnanir vinni saman að því að sporna gegn því. Það þarf betri yfirsýn yfir hver á að gera hvað og hvaða heimildir eftirlitsstofnanir hafa. Staðan hefur verið þannig að engin hefur borið ábyrgð á því hér á landi að skilgreina hvað þrælahald er,“ segir hún. „Dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á að gera aðgerðaráætlun gegn mansali og þrátt fyrir háværar kröfur frá verkalýðshreyfingunni, lögreglunni, félagsmálayfirvöldum og fleirum hefur ekkert gerst þar í mörg ár. Þetta er brot alþjóðasamþykktum og okkur til mikillar skammar. Það virðist skorta pólitískan vilja, segir Drífa. Drífa segir að eftir þrýsting frá Starfsgreinasambandinu hafi félagsmálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp eftirlitsaðila sem á að rannsaka eftirlit með þessum málum og sameina krafta þeirra sem sinna því. Það sé hins vegar ekki ljóst hvenær eitthvað komi frá þeim hópi eða hann hefur störf. Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu árin hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. Fjallað var um skelfilega stöðu erlends verkafólks í Kveiki á RÚV í gær. Ljót mál „Það eru að koma um mjög ljót mál og þeim hefur fjölgað eftir því sem uppgangurinn hefur verið meiri. Flest mál koma upp í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Ég hef dæmi um að starfsfólk hefur verið sent úr landi eftir að hafa slasast í vinnu, fólk hefur verið beitt ofbeldi fyrir að hafa gert athugasemdir við vinnuveitanda, menn hafa óafvitandi verið gerðir ábyrgir fyrir skuldsetningu fyrirtækis sem þeir starfa fyrir, fólk býr í óviðeigandi húsnæði og alls kyns greiðslur eru teknar af því. Menn virðast hafa endalaust hugmyndarflug þegar kemur að því að misnota mannafl. Þolendur eru oft í erfiðri stöðu þegar þeir reyna að leita réttar síns, eru hræddir um að vera vísað úr landi eða missa vinnuna ,“ segir Drífa. Hún segir algengast að þessi mál komi upp hjá fólki sem kemur frá Austur- Evrópu og þá sé mjög stór hluti frá Rúmeníu. „Ýmsum blekkingum er beitt til að fá fólk til landsins og því lofað gulli og grænum skógum en svo stenst ekkert af því sem lofað er. Það eru líka dæmi um að fólk viti í hvaða aðstæður það er að fara en þá eru þær þannig að við teljum um brot að ræða en það er óverjandi að greiða fólki undir lágmarkslaunum. Við verjum allan vinnumarkaðinn,“ segir hún.Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmStjórnvöld geta verið ábyrg fyrir þrælahaldi Drífa segir að dæmi séu um að stjórnvöld og opinber fyrirtæki séu ábyrg fyrir brotum á starfsfólki á þennan hátt. „Það er ekki nógu mikið eftirlit á opinberum innkaupum og útboðum. Stofnanir taka oftast lægsta tilboði en kanna gjarnan ekki nægilega hvað býr að baki. Verktakafyrirtæki geta þannig verið að þrýsta launum niður fyrir lágmarkstaxta til að fá verk á vegum hins opinbera. En á endanum er það verkkaupin sem ætti að bera ábyrgð á því hvernig komið er fram við starfsfólk. Þannig geta stjórnvöld í raun verið ábyrg fyrir þrælahaldi á vinnumarkaði,“ segir hún.Engin aðgerðaráætlun Starfsgreinasambandið hefur staðið fyrir vitundarvakningu um þessi mál á undanförnum árum að sögn Drífu. Þá hefur verið lögð áhersla á að eftirlitsaðilar á vegum aðildarfélaga sambandsins séu meðvitaðir um brot gegn starfsfólki. „Þetta getur hafa haft þau áhrif að málum hefur fjölgað svo mikið á okkar borði. Þetta er eins og með dópið ef ekki er leitað af því þá finnst það ekki. Við höfum beint því til stjórnvalda að mikilvægt sé að fá aðgerðaráætlun gegn mansali og að eftirlitsstofnanir vinni saman að því að sporna gegn því. Það þarf betri yfirsýn yfir hver á að gera hvað og hvaða heimildir eftirlitsstofnanir hafa. Staðan hefur verið þannig að engin hefur borið ábyrgð á því hér á landi að skilgreina hvað þrælahald er,“ segir hún. „Dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á að gera aðgerðaráætlun gegn mansali og þrátt fyrir háværar kröfur frá verkalýðshreyfingunni, lögreglunni, félagsmálayfirvöldum og fleirum hefur ekkert gerst þar í mörg ár. Þetta er brot alþjóðasamþykktum og okkur til mikillar skammar. Það virðist skorta pólitískan vilja, segir Drífa. Drífa segir að eftir þrýsting frá Starfsgreinasambandinu hafi félagsmálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp eftirlitsaðila sem á að rannsaka eftirlit með þessum málum og sameina krafta þeirra sem sinna því. Það sé hins vegar ekki ljóst hvenær eitthvað komi frá þeim hópi eða hann hefur störf.
Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22