Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2018 11:53 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu árin hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. Fjallað var um skelfilega stöðu erlends verkafólks í Kveiki á RÚV í gær. Ljót mál „Það eru að koma um mjög ljót mál og þeim hefur fjölgað eftir því sem uppgangurinn hefur verið meiri. Flest mál koma upp í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Ég hef dæmi um að starfsfólk hefur verið sent úr landi eftir að hafa slasast í vinnu, fólk hefur verið beitt ofbeldi fyrir að hafa gert athugasemdir við vinnuveitanda, menn hafa óafvitandi verið gerðir ábyrgir fyrir skuldsetningu fyrirtækis sem þeir starfa fyrir, fólk býr í óviðeigandi húsnæði og alls kyns greiðslur eru teknar af því. Menn virðast hafa endalaust hugmyndarflug þegar kemur að því að misnota mannafl. Þolendur eru oft í erfiðri stöðu þegar þeir reyna að leita réttar síns, eru hræddir um að vera vísað úr landi eða missa vinnuna ,“ segir Drífa. Hún segir algengast að þessi mál komi upp hjá fólki sem kemur frá Austur- Evrópu og þá sé mjög stór hluti frá Rúmeníu. „Ýmsum blekkingum er beitt til að fá fólk til landsins og því lofað gulli og grænum skógum en svo stenst ekkert af því sem lofað er. Það eru líka dæmi um að fólk viti í hvaða aðstæður það er að fara en þá eru þær þannig að við teljum um brot að ræða en það er óverjandi að greiða fólki undir lágmarkslaunum. Við verjum allan vinnumarkaðinn,“ segir hún.Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmStjórnvöld geta verið ábyrg fyrir þrælahaldi Drífa segir að dæmi séu um að stjórnvöld og opinber fyrirtæki séu ábyrg fyrir brotum á starfsfólki á þennan hátt. „Það er ekki nógu mikið eftirlit á opinberum innkaupum og útboðum. Stofnanir taka oftast lægsta tilboði en kanna gjarnan ekki nægilega hvað býr að baki. Verktakafyrirtæki geta þannig verið að þrýsta launum niður fyrir lágmarkstaxta til að fá verk á vegum hins opinbera. En á endanum er það verkkaupin sem ætti að bera ábyrgð á því hvernig komið er fram við starfsfólk. Þannig geta stjórnvöld í raun verið ábyrg fyrir þrælahaldi á vinnumarkaði,“ segir hún.Engin aðgerðaráætlun Starfsgreinasambandið hefur staðið fyrir vitundarvakningu um þessi mál á undanförnum árum að sögn Drífu. Þá hefur verið lögð áhersla á að eftirlitsaðilar á vegum aðildarfélaga sambandsins séu meðvitaðir um brot gegn starfsfólki. „Þetta getur hafa haft þau áhrif að málum hefur fjölgað svo mikið á okkar borði. Þetta er eins og með dópið ef ekki er leitað af því þá finnst það ekki. Við höfum beint því til stjórnvalda að mikilvægt sé að fá aðgerðaráætlun gegn mansali og að eftirlitsstofnanir vinni saman að því að sporna gegn því. Það þarf betri yfirsýn yfir hver á að gera hvað og hvaða heimildir eftirlitsstofnanir hafa. Staðan hefur verið þannig að engin hefur borið ábyrgð á því hér á landi að skilgreina hvað þrælahald er,“ segir hún. „Dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á að gera aðgerðaráætlun gegn mansali og þrátt fyrir háværar kröfur frá verkalýðshreyfingunni, lögreglunni, félagsmálayfirvöldum og fleirum hefur ekkert gerst þar í mörg ár. Þetta er brot alþjóðasamþykktum og okkur til mikillar skammar. Það virðist skorta pólitískan vilja, segir Drífa. Drífa segir að eftir þrýsting frá Starfsgreinasambandinu hafi félagsmálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp eftirlitsaðila sem á að rannsaka eftirlit með þessum málum og sameina krafta þeirra sem sinna því. Það sé hins vegar ekki ljóst hvenær eitthvað komi frá þeim hópi eða hann hefur störf. Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu árin hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. Fjallað var um skelfilega stöðu erlends verkafólks í Kveiki á RÚV í gær. Ljót mál „Það eru að koma um mjög ljót mál og þeim hefur fjölgað eftir því sem uppgangurinn hefur verið meiri. Flest mál koma upp í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Ég hef dæmi um að starfsfólk hefur verið sent úr landi eftir að hafa slasast í vinnu, fólk hefur verið beitt ofbeldi fyrir að hafa gert athugasemdir við vinnuveitanda, menn hafa óafvitandi verið gerðir ábyrgir fyrir skuldsetningu fyrirtækis sem þeir starfa fyrir, fólk býr í óviðeigandi húsnæði og alls kyns greiðslur eru teknar af því. Menn virðast hafa endalaust hugmyndarflug þegar kemur að því að misnota mannafl. Þolendur eru oft í erfiðri stöðu þegar þeir reyna að leita réttar síns, eru hræddir um að vera vísað úr landi eða missa vinnuna ,“ segir Drífa. Hún segir algengast að þessi mál komi upp hjá fólki sem kemur frá Austur- Evrópu og þá sé mjög stór hluti frá Rúmeníu. „Ýmsum blekkingum er beitt til að fá fólk til landsins og því lofað gulli og grænum skógum en svo stenst ekkert af því sem lofað er. Það eru líka dæmi um að fólk viti í hvaða aðstæður það er að fara en þá eru þær þannig að við teljum um brot að ræða en það er óverjandi að greiða fólki undir lágmarkslaunum. Við verjum allan vinnumarkaðinn,“ segir hún.Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmStjórnvöld geta verið ábyrg fyrir þrælahaldi Drífa segir að dæmi séu um að stjórnvöld og opinber fyrirtæki séu ábyrg fyrir brotum á starfsfólki á þennan hátt. „Það er ekki nógu mikið eftirlit á opinberum innkaupum og útboðum. Stofnanir taka oftast lægsta tilboði en kanna gjarnan ekki nægilega hvað býr að baki. Verktakafyrirtæki geta þannig verið að þrýsta launum niður fyrir lágmarkstaxta til að fá verk á vegum hins opinbera. En á endanum er það verkkaupin sem ætti að bera ábyrgð á því hvernig komið er fram við starfsfólk. Þannig geta stjórnvöld í raun verið ábyrg fyrir þrælahaldi á vinnumarkaði,“ segir hún.Engin aðgerðaráætlun Starfsgreinasambandið hefur staðið fyrir vitundarvakningu um þessi mál á undanförnum árum að sögn Drífu. Þá hefur verið lögð áhersla á að eftirlitsaðilar á vegum aðildarfélaga sambandsins séu meðvitaðir um brot gegn starfsfólki. „Þetta getur hafa haft þau áhrif að málum hefur fjölgað svo mikið á okkar borði. Þetta er eins og með dópið ef ekki er leitað af því þá finnst það ekki. Við höfum beint því til stjórnvalda að mikilvægt sé að fá aðgerðaráætlun gegn mansali og að eftirlitsstofnanir vinni saman að því að sporna gegn því. Það þarf betri yfirsýn yfir hver á að gera hvað og hvaða heimildir eftirlitsstofnanir hafa. Staðan hefur verið þannig að engin hefur borið ábyrgð á því hér á landi að skilgreina hvað þrælahald er,“ segir hún. „Dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á að gera aðgerðaráætlun gegn mansali og þrátt fyrir háværar kröfur frá verkalýðshreyfingunni, lögreglunni, félagsmálayfirvöldum og fleirum hefur ekkert gerst þar í mörg ár. Þetta er brot alþjóðasamþykktum og okkur til mikillar skammar. Það virðist skorta pólitískan vilja, segir Drífa. Drífa segir að eftir þrýsting frá Starfsgreinasambandinu hafi félagsmálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp eftirlitsaðila sem á að rannsaka eftirlit með þessum málum og sameina krafta þeirra sem sinna því. Það sé hins vegar ekki ljóst hvenær eitthvað komi frá þeim hópi eða hann hefur störf.
Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22