Innlent

Heiðarbyggð, Suðurnesjabær eða Sveitarfélagið Miðgarður

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Sandgerði.
Frá Sandgerði. Vísir
Kosið verður á milli þriggja nafna á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar sveitarfélagsins í gærkvöldi.

Nöfnin þrjú sem kosið verður um eru:

  • Heiðarbyggð
  • Suðurnesjabær
  • Sveitarfélagið Miðgarður
Kosningin um nöfnin fer fram laugardaginn 3. nóvember næstkomandi.

Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu og eru fæddir árið 2002 og fyrr hafi kosningarétt. Erlendir ríkisborgarar með lögheimili í sveitarfélaginu hafi rétt til þátttöku, með sama hætti og viðhaft var við rafræna íbúakosningu um nafnatillögur fyrr á árinu.

Fari kosningaþátttaka yfir 50% og ein tillaga hlýtur meira en 50% greiddra atkvæða er bæjarstjórn skuldbundin til að fara eftir niðurstöðu kosninganna.

Í maí síðastliðnum var haldin íbúakosning um tvö nöfn þessa sameinaða sveitarfélags. Gátu íbúar valið á milli Heiðarbyggðar og Suðurbyggðar. 2.692 voru á kjörskrá en 500 af þeim greiddu atkvæði. Heiðarbyggð fékk 176 atkvæði en Suðurbyggð 100 atkvæði. 224 skiluðu auðu. Kosningaþátttakan var afar dræm og olli vonbrigðum en rætt var um að mögulega væru íbúarnir ekki ánægðir með þessa valkosti. Hefur því verið boðið til nýrra kosninga þar sem Heiðarbyggð verður á meðal valkosta ásamt Suðurnesjabæ og Sveitarfélagsins Miðgarðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×