Kynni Vilhjálms og Markúsar úrskurðuð „hefðbundin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2018 16:32 Ólafur var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í máli sem tengdist sjeiknum al-Thani af Katar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hafnaði í gær kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, um að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í dag. „Niðurstaðan sýnir að Landsréttur telur ekki nauðsynlegt að traust ríki til hlutleysis réttarins. Í öllu falli er niðurstaða dómsins að Vilhjálmur sé ekki vanhæfur, þrátt fyrir að hann gangist sjálfur við því að í skrifum sonar hans sé að finna „ýmis gildishlaðin ummæli sem bera vitni um neikvæða afstöðu til áfrýjandans sjálfs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ólafs. Málflutningur um kröfu Ólafs fór fram í Landsrétti á mánudag. Krafa hans byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu. Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.Skrif sonanna ekki talin valda vanhæfni föðurins Í úrskurði Landsréttar segir að kynni Markúsar og Vilhjálms verði talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá telur Landsréttur skýrslu Finns ekki tengjast atvikum málsins, og þá hafi Ólafur ekki að öðru leyti bent á nein atvik eða aðstæður sem gætu leitt til þess að störf Finns fyrir rannsóknarnefndina valdi vanhæfi föður hans. Um skrif Inga Freys segir jafnframt í úrskurði Landsréttar að þau séu ekki þess eðlis að þau hafi áhrif á hæfi föður hans til að dæma í málinu. Ólafur höfðaði mál gegn embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Hann var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti í febrúar árið 2015. Dómsmál Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16 Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Landsréttur hafnaði í gær kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, um að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í dag. „Niðurstaðan sýnir að Landsréttur telur ekki nauðsynlegt að traust ríki til hlutleysis réttarins. Í öllu falli er niðurstaða dómsins að Vilhjálmur sé ekki vanhæfur, þrátt fyrir að hann gangist sjálfur við því að í skrifum sonar hans sé að finna „ýmis gildishlaðin ummæli sem bera vitni um neikvæða afstöðu til áfrýjandans sjálfs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ólafs. Málflutningur um kröfu Ólafs fór fram í Landsrétti á mánudag. Krafa hans byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu. Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.Skrif sonanna ekki talin valda vanhæfni föðurins Í úrskurði Landsréttar segir að kynni Markúsar og Vilhjálms verði talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá telur Landsréttur skýrslu Finns ekki tengjast atvikum málsins, og þá hafi Ólafur ekki að öðru leyti bent á nein atvik eða aðstæður sem gætu leitt til þess að störf Finns fyrir rannsóknarnefndina valdi vanhæfi föður hans. Um skrif Inga Freys segir jafnframt í úrskurði Landsréttar að þau séu ekki þess eðlis að þau hafi áhrif á hæfi föður hans til að dæma í málinu. Ólafur höfðaði mál gegn embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Hann var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti í febrúar árið 2015.
Dómsmál Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16 Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16
Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28