Kynni Vilhjálms og Markúsar úrskurðuð „hefðbundin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2018 16:32 Ólafur var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í máli sem tengdist sjeiknum al-Thani af Katar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hafnaði í gær kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, um að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í dag. „Niðurstaðan sýnir að Landsréttur telur ekki nauðsynlegt að traust ríki til hlutleysis réttarins. Í öllu falli er niðurstaða dómsins að Vilhjálmur sé ekki vanhæfur, þrátt fyrir að hann gangist sjálfur við því að í skrifum sonar hans sé að finna „ýmis gildishlaðin ummæli sem bera vitni um neikvæða afstöðu til áfrýjandans sjálfs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ólafs. Málflutningur um kröfu Ólafs fór fram í Landsrétti á mánudag. Krafa hans byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu. Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.Skrif sonanna ekki talin valda vanhæfni föðurins Í úrskurði Landsréttar segir að kynni Markúsar og Vilhjálms verði talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá telur Landsréttur skýrslu Finns ekki tengjast atvikum málsins, og þá hafi Ólafur ekki að öðru leyti bent á nein atvik eða aðstæður sem gætu leitt til þess að störf Finns fyrir rannsóknarnefndina valdi vanhæfi föður hans. Um skrif Inga Freys segir jafnframt í úrskurði Landsréttar að þau séu ekki þess eðlis að þau hafi áhrif á hæfi föður hans til að dæma í málinu. Ólafur höfðaði mál gegn embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Hann var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti í febrúar árið 2015. Dómsmál Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16 Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Landsréttur hafnaði í gær kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, um að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í dag. „Niðurstaðan sýnir að Landsréttur telur ekki nauðsynlegt að traust ríki til hlutleysis réttarins. Í öllu falli er niðurstaða dómsins að Vilhjálmur sé ekki vanhæfur, þrátt fyrir að hann gangist sjálfur við því að í skrifum sonar hans sé að finna „ýmis gildishlaðin ummæli sem bera vitni um neikvæða afstöðu til áfrýjandans sjálfs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ólafs. Málflutningur um kröfu Ólafs fór fram í Landsrétti á mánudag. Krafa hans byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu. Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.Skrif sonanna ekki talin valda vanhæfni föðurins Í úrskurði Landsréttar segir að kynni Markúsar og Vilhjálms verði talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá telur Landsréttur skýrslu Finns ekki tengjast atvikum málsins, og þá hafi Ólafur ekki að öðru leyti bent á nein atvik eða aðstæður sem gætu leitt til þess að störf Finns fyrir rannsóknarnefndina valdi vanhæfi föður hans. Um skrif Inga Freys segir jafnframt í úrskurði Landsréttar að þau séu ekki þess eðlis að þau hafi áhrif á hæfi föður hans til að dæma í málinu. Ólafur höfðaði mál gegn embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Hann var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti í febrúar árið 2015.
Dómsmál Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16 Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16
Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28