Innlent

Þrettán útköll vegna elda af völdum flugelda á þrettándanum

Atli Ísleifsson skrifar
Kveikt var í blaðagámum, ruslagámum, póstkössum og ýmsu öðru í nótt.
Kveikt var í blaðagámum, ruslagámum, póstkössum og ýmsu öðru í nótt. Vísir/stefán
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í þrettán útköll vegna elda af völdum flugelda í gærkvöldi og í nótt.

Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi.

Í dagbók lögreglu segir meðal annars að upp úr klukkan 22 hafi borist tilkynning um eld í gámi í austurbænum. Um svipað leyti barst tilkynning um eld í bíl í vesturbænum en að búið hafi verið að slökkva hann þegar slökkvilið kom á vettvang.

Um 22:30 var tilkynnt um eld í ruslagámi í austurbænum og sé gámurinn mikið skemmdur. Um miðmætti var tilkynnt um elda í tveimur blaðagámum í austurbænum.

Um hálf eitt var slökkvilið kallað út vegna elds í girðingu og gróðri í Hafnarfirði.

Um 1:45 var tilkynnt um að verið væri að sprengja póstkassa í Breiðholti. Segir að talið sé að þrír piltar hafi verið þarna að verki. Um svipað leyti var einnig tilkynnt um eld í gámi í Breiðholti.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar þurfti ekki að sinna neinum útköllum vegna elda sem rekja mátti til notkun flugelda í gærkvöldi eða í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×