Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 19:45 Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði. Kjaramál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði.
Kjaramál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira