Mildi að ekki varð mannskaði í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2018 12:00 Frá vettvangi í Borgarnesi í gær. Karlmaður á stórum jeppa má teljast heppinn að hafa ekki orðið erlendri fjölskyldu að bana í Borgarnesi klukkan rúmlega tvö í gær. Maðurinn ók jeppa sínum suður á Þjóðvegi 1, til móts við Límtré Vírnet þegar jeppinn fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming. Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan. Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum. Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.Hér má sjá upptöku af slysinu. Töluverðar umferðartafir voru á þjóðveginum í gegnum Borgarnes á þriðja tímanum vegna árekstursins. Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.Uppfært klukkan 23:20 Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Karlmaður á stórum jeppa má teljast heppinn að hafa ekki orðið erlendri fjölskyldu að bana í Borgarnesi klukkan rúmlega tvö í gær. Maðurinn ók jeppa sínum suður á Þjóðvegi 1, til móts við Límtré Vírnet þegar jeppinn fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming. Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan. Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum. Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.Hér má sjá upptöku af slysinu. Töluverðar umferðartafir voru á þjóðveginum í gegnum Borgarnes á þriðja tímanum vegna árekstursins. Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.Uppfært klukkan 23:20 Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira