Innlent

Standa fyrir endurbyggingu á Stórhöfða

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Vestmannaeyjar. Stórhöfði er þó ekki sjáanlegur á þessari mynd.
Vestmannaeyjar. Stórhöfði er þó ekki sjáanlegur á þessari mynd. Vísir/Pjetur
Eignarhaldsfélagið Stórhöfði- Vestmannaeyjar stendur fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu við Stórhöfða sem var byggt árið 1906. Þá hefur lendingarpallur fyrir þyrlur verið settur upp á svæðinu. Áætlað er að framkvæmdum ljúki eftir nokkra mánuði en eigendur ætla meðal annars að markaðssetja rokið á staðnum.

Stórhöfði í Vestmannaeyjum er helst þekktur fyrir að vera sjálfvirk veðurstöð en þar var byrjað að stunda veðurathuganir árið 1921. Árið 1906 var byggt íbúðarhús fyrir vitavörð og var slíku starfi sinnt þar til árið 2007.

Nokkrir athafnamenn sem standa að eignarhaldsfélaginu Stórhöfða í Vestmanneyjum fengu leyfi til að endurgera íbúðarhúsið og vitann er sú framkvæmd langt komin. Þröstur Johnsen er einn þeirra. 

„Við erum að endurgera og lagfæra húsið og vitann sjálfan þetta er húsnæði sem er um 200 fermetrar þannig að þetta er ekki stórt við áætlum að klárist framkvæmdir á húsinu á næstu 2-3 mánuðum.“ segir Þröstur.

Þröstur segir að enn eigi eftir að ákveða hvaða rekstrarform verði á húsnæðinu. „Þetta getur orðið fjölnotahúsnæði, móttöku húsnæði eða þess vegna gisting. Þetta er frábær staðsetning og syðsta byggðin á Íslandi.“ 

Hann segir að vindurinn og rokið við Stórhöfða verði hluti af markaðssetningu á svæðinu. „Hérna hafa mælst mestu veðurofsanir og þetta er talinn vera einn vindasamasti staður í Evrópu“

Lendingarpallur fyrir þyrlur hefur verið settur upp við íbúðarhúsið en nú er verið að stækka hann.

„Þyrlur hafa verið að lenda hérna og mönnum líkar aðstaðan mjög vel en þetta er kannski ekki formlegur þyrlupallur með ljósum og því öllu þetta er auðvitað bara slétt steypt stór plata sem fylgir þeim öryggisstaðli sem þarf að vera.“ sagði Þröstur Johnsen sem talaði frá Stórhöfða í Vestmannaeyjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.