Þyrluflug og bílaumferð á Stórhöfða geta spillt mengunarrannsóknum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2018 13:47 Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofunni sér um efnavöktun á vegum hennar. Það kemur honum á óvart að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða. Íslendingar hafi skuldbundið sig á alþjóðavísu til að mæla mengun á staðnum. Myndin er af Vestmanneyjum en Stórhöfði er ekki sjáanlegur hér. Vísir/Pjetur Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að banna alla þyrluumferð á Stórhöfða nema í algjörum undantekningartilvikum enda svæðið gríðarlega mikilvægt þegar kemur að mengunarrannsóknum í heiminum. Þá þurfi að takmarka alla bílaumferð þar. Í frétt Vísis um helgina kom fram að eignarhaldsfélagið Stórhöfði- Vestmannaeyjar standi fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu við Stórhöfða sem var byggt árið 1906. Þá hefur lendingarpallur verið settur upp á svæðinu þar sem þyrlur hafa lent. Nú er verið að stækka pallinn og lýkur framkvæmdunum eftir nokkrar vikur að sögn Þrastar Johnsen athafnamanns á svæðinu. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 sinnt efnavöktun á Stórhöfða þar sem gróðurhúsaloftegundir og þrávirk lífræn efni eru mæld. Undrandi að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofunni sér um efnavöktun á vegum hennar. Það kemur honum á óvart að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða. Íslendingar hafi skuldbundið sig á alþjóðavísu til að mæla mengun á staðnum. „Það eru í gangi alþjóðlegir samningar um takmörkun á ýmsum þrávirkum lífrænum efnum og gróðurhúsaloftegundum. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Slík efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 séð um að mæla þessi efni á Stórhöfða í Vestmannaeyjum enda um eitt hreinasta svæði í heiminum og því afar eftirsóknarvert að vakta svæðið. Rannsóknir ganga meðal annars út á að kanna hvort að þessi efni fari minnkandi í andrúmslofti. Stórhöfði endurspeglar hvernig ástandið er í Atlandshafi. Þetta svæði ásamt svipuðum stað á Haítí er svo notað í samanburði við aðra staði í heiminum þar sem mengun mælist mun meiri,“ segir Árni.Vill engar þyrlur og takmörkun á bílaumferð Árni segir að helst eigi engin þyrla að lenda á svæðinu. „Það kemur mengun frá þyrlum sem getur spillt sýnunum sem við söfnum. Það eru þungmálmar bæði í eldsneyti og útblæstri véla sem geta komið fram í sýnum okkar. Það er einnig mikilvægt að takmarka alla bílaumferð á staðnum því þeir geta spillt svæðinu á sama hátt. Það var alltaf lokað með hliði við svæðið en ég veit ekki hvernig það er núna þegar framkvæmdir eru í gangi,“ segir Árni að lokum.Sveitarfélagið bannar þyrlum að lenda utan flugvallarÍ aðalskipulagi Vestmannaeyja fyrir 2015-2035 kemur fram á bls. 96 að hafa á samstarf við Samgöngustofu um takmörkun á umferð um loftrými Vestmannaeyja þar sem sjónarmið sveitarfélagsins er að ekki verði heimilt að lenda þyrlum utan flugvallarins vegna ferðaþjónustu. Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi kannast ekki við umsókn um lendingarpall á Stórhöfða í fyrirspurn sem fréttastofa sendi honum. Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að banna alla þyrluumferð á Stórhöfða nema í algjörum undantekningartilvikum enda svæðið gríðarlega mikilvægt þegar kemur að mengunarrannsóknum í heiminum. Þá þurfi að takmarka alla bílaumferð þar. Í frétt Vísis um helgina kom fram að eignarhaldsfélagið Stórhöfði- Vestmannaeyjar standi fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu við Stórhöfða sem var byggt árið 1906. Þá hefur lendingarpallur verið settur upp á svæðinu þar sem þyrlur hafa lent. Nú er verið að stækka pallinn og lýkur framkvæmdunum eftir nokkrar vikur að sögn Þrastar Johnsen athafnamanns á svæðinu. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 sinnt efnavöktun á Stórhöfða þar sem gróðurhúsaloftegundir og þrávirk lífræn efni eru mæld. Undrandi að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofunni sér um efnavöktun á vegum hennar. Það kemur honum á óvart að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða. Íslendingar hafi skuldbundið sig á alþjóðavísu til að mæla mengun á staðnum. „Það eru í gangi alþjóðlegir samningar um takmörkun á ýmsum þrávirkum lífrænum efnum og gróðurhúsaloftegundum. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Slík efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 séð um að mæla þessi efni á Stórhöfða í Vestmannaeyjum enda um eitt hreinasta svæði í heiminum og því afar eftirsóknarvert að vakta svæðið. Rannsóknir ganga meðal annars út á að kanna hvort að þessi efni fari minnkandi í andrúmslofti. Stórhöfði endurspeglar hvernig ástandið er í Atlandshafi. Þetta svæði ásamt svipuðum stað á Haítí er svo notað í samanburði við aðra staði í heiminum þar sem mengun mælist mun meiri,“ segir Árni.Vill engar þyrlur og takmörkun á bílaumferð Árni segir að helst eigi engin þyrla að lenda á svæðinu. „Það kemur mengun frá þyrlum sem getur spillt sýnunum sem við söfnum. Það eru þungmálmar bæði í eldsneyti og útblæstri véla sem geta komið fram í sýnum okkar. Það er einnig mikilvægt að takmarka alla bílaumferð á staðnum því þeir geta spillt svæðinu á sama hátt. Það var alltaf lokað með hliði við svæðið en ég veit ekki hvernig það er núna þegar framkvæmdir eru í gangi,“ segir Árni að lokum.Sveitarfélagið bannar þyrlum að lenda utan flugvallarÍ aðalskipulagi Vestmannaeyja fyrir 2015-2035 kemur fram á bls. 96 að hafa á samstarf við Samgöngustofu um takmörkun á umferð um loftrými Vestmannaeyja þar sem sjónarmið sveitarfélagsins er að ekki verði heimilt að lenda þyrlum utan flugvallarins vegna ferðaþjónustu. Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi kannast ekki við umsókn um lendingarpall á Stórhöfða í fyrirspurn sem fréttastofa sendi honum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira