Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að nokkuð stór og mikill borgarísjaki væri við mynni Eyjafjarðar í morgun. Landhelgisgæslan varar sjófarendur við ísjakanum því hann geti reynst varasamur, sérstaklega í myrkri. Mikilvægt er að þeir sem leið eiga um svæðið séu meðvitaðir um staðsetningu jakans en töluvert hefur kvarnast úr honum.
Í hádeginu var staðsetning hans: 66°08.89 18°28,98.
Vara við nokkuð stórum og miklum borgarísjaka í mynni Eyjafjarðar
Birgir Olgeirsson skrifar
