John Oliver fékk íslenska leikara í harðort innslag um skuggahliðar Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 18:30 John Oliver sparaði ekki stóru orðin í innslaginu. Vísir/ Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira