Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 20:05 Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Hvalfjarðargöng Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hvalfjarðargöng Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira