Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 20:05 Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Hvalfjarðargöng Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Samkynhneigt par frá Ítalíu var fyrst til að keyra endurgjaldslaust í gegnum Hvalfjarðargöngin eftir að gjaldheimtu var hætt þar í dag. Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. Umferð var hleypt um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998 og voru þau mikil samgöngubót og spara vegfarendur að fara tæplega 50 kílómetra um Hvalfjörð. Spölur var stofnaður utan um framkvæmdina og rekstur ganganna og hafa veggjöld staðið undir afborgunum lána vegna þeirra. Síðustu gjöldin voru innheimt í dag. Með þeim síðustu til að greiða veggjaldið voru hressar stelpur á norðurleið.Sérðu ekkert eftir þessum þúsundkalli, því það verður frítt í göngin eftir klukkan korter yfir eitt? „Jú mjög mikið. En djammið kallar á Norðurlandi.”Þannig að þú verður bara að drífa þig? „Já ég verð að drífa mig.”En þú verður fegin að borga ekki til baka? „Já reyndar. Það er mjög satt,” sagði unga konan við stýrið og var svo rokin af stað norður. Og nú þegar tuttugu ár eru liðin frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í gagnið verður loksins gjaldfrítt að fara í gegnum þau. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var sá síðast sem greiddi fyrir farið.Er þá ekki kominn tími á önnur göng? „Það styttist í önnur göng já. Það er ekki búið að ákveða það nákvæmlega en menn eru byrjaðir að undirbúa sig,” sagði Sigurður Ingi. Eftir þetta slökkti samgönguráðherra á innheimtukerfinu og stillti öll umferðarljós í gegnum innheimtuhliðin á grænt. „Það er gert. Göngin eru opnuð,” sagði samgönguráðherra þegar hann snéri þar til gerðum takka og tók við hamingjuóskum frá fulltrúum Spalar. En ráðherra færði einnig farþegum fyrsta bílsins sem ekki þurftu að greiða veggjaldið blómvönd í tilefni dagsins en það reyndust vera ungir menn, samkynhneigt par frá Ítalíu. En strákarnir voru að halda upp á afmæli annars þeirra með Íslandsferðinni. „Velkomnir til Íslands. Ég vona að þið eigið frábæra heimsókn til landsins og hér eru blóm í veganesti,” sagði Sigurður Ingi kampakátur. Luca sem ók bílnum þakkaði fyrir sig en skildi ekki strax hvað var um að vera. „Nei, eiginlega ekki. Mér skilst bara að ég sé fyrstur til einhvers,” sagði Luca og þakkaði fyrir sig. En tilefnið var síðan skýrt út fyrir honum og kærasta hans og voru þeir hinir ánægðustu. Um 36 milljónir bíla hafa staðið undir kostnaði við göngin og ráðherra segir önnur Hvalfjarðargöng á teikniborðinu. „Þetta er náttúrlega miklu, miklu meira en menn gerðu sér grein fyrir þegar þeir fóru af stað upphaflega. Þess vegna hefur gengið vel að greiða þetta niður. Umferðin hefur skilað sér þannig. En á sama hátt voru menn heldur ekki með það í huga að það þyrfti að tvöfalda þau akkúrat á sama tíma kannski eða mjög fljótlega upp úr því,” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira